Leita í fréttum mbl.is

Slava

Sit og hlusta á Söngva og dansa dauđans eftir Mússorgskíj, međ Galínu og Slava viđ píanóiđ. Ţar var hann ekki síđur snillingur en á sellóiđ.  Mstislav Rostropovitsj var gegnheill listmađur sem gerđi heiminn betri.

Einkennilegt ađ í frétt Reuters á mbl.is, af útför listamannsins skyldi nafn konu hans, Galínu Vishnévskaju ekki nefnt á nafn, hvađ ţá ađ hún vćri sömuleiđis einn af mestu listamönnum okkar tíma.  Einkennilegt.

Ćvisaga Galínu er skyldulesning.  Hún heitir einfaldlega Galína og kom út í íslenskri ţýđingu á níunda áratugnum.  Ţar segir hún frá stórbrotinni ćvi, hvernig hún ţraukađi umsátriđ um Leningrad međ ömmu sinni, nćr hungurmorđa; frá Stalín og öđrum stjórnmálamönnum sem ýmist elskuđu hana eđa hötuđu; frá ástinni á Slava; frá Prokoffijev, Sjostakovitsj og Solzhenitzyn; flóttanum frá Rússlandi og svo mörgu öđru.

Fáar ćvisögur ef nokkur, hafa hrifiđ mig líkt og ţessi.     


mbl.is Rostropovítsj látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Ţorsteinsdóttir

Ég gleymi aldrei ţegar ég heyrđi hann i Laugardalshöllinni á listahátiđ. Ég fór heim í hléi ţví ég varđ fyrir svo miklum áhrifum ađ ég treysti mér ekki til ađ hlusta á meir.

Og bókin hennar Galinu var frábćr - hún var nú helv.montin kellingin - mátti kannski vera ţađ....

Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Bergţóra Jónsdóttir

Nei ţađ var önnur Galína sem var í LHÍ.  Ţađ verđur enginn svikinn af ţessari ćvisögu.  Ţessi kona upplifđi allt, sárustu fátćkt og örbirgđ og frćgđ og frama, hún var glćsipía, en líka hugrökk baráttukona.  Mig minnir ađ Guđrún Egilson hafi ţýtt bókina, og hún heitir einfaldlega Galína.

Bergţóra Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Bergţóra Jónsdóttir

Já, er ţađ ekki óţolandi, ađ jafn virt fréttastofa og Reuters skuli ekki sjá sóma sinn í ţví ađ nefna hana á nafn, ţótt hún sé í mynd í drjúgum hluta fréttarinnar.  Galína átti sinn stóra ţátt í frama mannsins síns, og án hennar klćkja og greindar hefđu ţau ekki getađ komist upp međ ađ vera vinir Solzhenitzyns hvađ ţá flúiđ Rússland.

Bergţóra Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 00:48

4 Smámynd: Viđar Eggertsson

Sammála, frábćr bók og frábćr söngkona og frábćr manneskja!

En, varđandi fréttina og dularfullt hvarf Galínu hjá Reuter. Ef ţú vćrir á básnum ţínum á Mogga, ţar sem ţú átt heima, hefđi ekki svona slys orđiđ á Mogganum! En Reuter má bara skammast sín. En hver stendur vaktina ţína á Mbl.is? Sá ćtti ađ skammast sín, hann getur ekki skýlt sér á bak viđ Reuter, ţađ er engin afsökun.

Allir almennilegir menningaskrifarar vita um Galinu, en kannski er enginn slíkur á vinsćlasta fréttavef landsins?

Viđar Eggertsson, 30.4.2007 kl. 14:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband