Leita í fréttum mbl.is

Opinberun!

Opinberunin mikla:  kona getur sungið vel, þótt hún sé "hæglát piparjúnka"!

 

Ég veit ekki hvar ég á að byrja að arga og garga yfir fordómunum sem hafa opinberast í hæpinu kringum Susan Boyle. 

Í fyrsta lagi var augljóst hvers dómararnir í keppninni væntu af konunni:  semsagt einskis! 

Í öðru lagi er augljóst að fjölmiðlar hafa í kjölfarið hrópað hver í kapp við annan: "ljót kona getur sungið fallega"!

Í þriðja lagi gleypir almenningur við bullinu og tapar sér í hrifiningu yfir því að ljóta konan geti sungið svona fallega.  

 

"Hæglát piparjúnka" er andstyggilegt orðalag, en sennilega þó það kurteisasta sem um Susan Boyle hefur verið sagt.  Hvað kemur okkur við um hjónabandsstöðu þessarar konu, og hvaða máli skiptir hún þegar söngur hennar er annars vegar?

"Ugly Old Trout" er sennilega andstyggilegasta orðalagið sem ég hef fundið í fjölmiðlum um söngkonuna - þetta var í breska blaðinu The Sun.  Allt þarna á milli hefur birst á prenti:  "ófríð", "ekki með útlitið með sér", "ókysst", "sveitaleg", "púkó", "getur aldrei orðið stjarna af því hún lítur ekki út fyrir að vera stjarna", "gamaldags", "feit", "hallærisleg", "í ömmulegum kjól"......... 

 Ég spyr bara:  Hvar er ljótleikinn?  Er hann ekki hjá þeim sem voga sér að tala svona um manneskju sem hefur ekki gert annað af sér en að láta drauminn um taka þátt í hæfileikakeppni rætast?   Ef Susan Boyle er prófsteinn á umburðarlyndi og víðsýni mannskepnunnar, þá erum við sannarlega vanþroskuð og illa að okkur í þeim efnum og gjörsamlega kolfallin á prófinu.

Og hvað er svona sérstakt við Susan Boyle?

Jú, vissulega er hún frábær söngkona og sennilega ein sú besta sem hefur tekið þátt í þessari sjónvarpskeppni eða öðrum af sama toga þar sem almenningur getur látið reyna á hæfileika sína.  En hún er fjarri því að vera þetta stórbrotna undur sem hún er sögð vera.  Hún hefur mjög góða rödd og syngur músíkalskt, en það gera margir aðrir, og það gera margir aðrir betur.  Susan Boyle er frábær söngkona en hvorki neitt undur né einstök.

Og þá stendur eftir:

Athyglin, umtalið, fjölmiðlafárið snýst um það að "svona" kona skuli geta eitthvað og gera það vel.

Það finnst mér ljótt. 

Susan Boyle er hins vegar falleg vegna þess að hún er ósvikin. 

 


mbl.is Vinsælli en Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Ég er hjartanlega sammála þér, en er hinsvegar að velta fyrir mér þessu: Er það virkilega svo að í þessari hæfileikakeppni komi fólk nánast af götunni og syngi fyrir dómnefndina og fyrir fullu húsi af fólki? E.t.v. getur einhver frætt mig um það. Hafði dómnefn-din virkilega ekki heyrt í vinkonu okkar áður, ekki einusinni af segulbandi? Jæja, það breytir því ekki að þetta var yndislegt, svona efni sem okkur dreymir um og fólk vill sjá. Semsagt,  ég hef dómnefndina grunaða um græsku (eða þá að ég er kominn með samsærisæði:)

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 20.4.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Skyldi Susan syngja ennþá betur eftir að búið er að troða henni í smartari sokkabuxur ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 02:37

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það bulla upp allir verstu fordómar um manneskjur sem hægt er að hugsa sér í sambandi við þessa konu, ekki bara útlit hennar, sem er allt í lagi, heldur ekki síður það að hún segist aldrei hafa kysst karlmann.  Hvaðan koma þessar ógeðfelldu hugmyndir um ''ljótt' fólk og fólk sem ekki lifir kynlífi?

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er allt í lagi með útlit hennar, á ég við. Hún hefur fallegt bros.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband