Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Smekklaus aðventa Alcan

Ég þarf að hafa mig alla við að missa mig ekki í meiri háttar pirring þegar "jólaauglýsing" Alcoa birtist á skjánum.  Á þetta að vera eitthvert ímyndarpepp?  Furðulegt háttarlag að nota aðventusálm í henni  og keyra auglýsinguna svo af mestum þunga þegar aðventan er liðin.  Hátíð fer að höndum ein...  Smekkleysan er svo toppuð með því að leyfa ekki sálminum að lifa til enda heldur klippa aftan af honum síðasta vísuorðið, þannig að manni líður eins manni sé snúið við niður á leið þegar maður á einn metra eftir upp á Everest.  Ef ég man rétt er sálmurinn svona:

Hátíð fer að höndum ein

hana vér allir prýðum.

Lýðurinn tendri ljósin hrein,

líður að tíðum,

líður að helgum tíðum.

 

Þegar botninn vantar, vantar eitthvað mikið, ekki síður í lagið en ljóðið.  Þetta er ótrúlega ljótt, og furðuleg smekkleysa hjá þeim sem búa auglýsinguna til.  Það er ekkert hægt að líkja þessu við það þegar brot úr lögum eru notuð í auglýsingar, hér er greinilega gert út á lagið sjálft, kórinn, einsönginn og kórstjórann.  Þetta er heldur ekkert venjulegt gling-gló, þetta er einn elsti og hátíðlegasti aðventusálmur okkar.  Uppstrílað og samkvæmisklætt söngfólk stingur líka skelfilega í stúf við látleysi lagsins. Þessi vinnugalli hefði hentað fyrir óperettukvöld - ekki þetta lag.  Þessi auglýsing fer á toppinn yfir þær tíu verstu á árinu, - með Orkuveituauglýsingunni.


Gleðilegt ár

Kæru vinir nær og fjær, bestu óskir um gleðilegt ár, með hjartans þökk fyrir allt gamalt og gott.

 

Ég heyrði einhvern tala um það í gær að við værum að "skilja árið eftir" - svona eins og árið 2006 yrði alltaf þarna einhvers staðar, en að við færðum okkur yfir á nýtt ár.  Ég hef gaman af tímapælingum, og fíla þessa hugsun vel.  Alltént var árið 2006 sennilega það besta í mínu lífi; einstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt. Það sem stendur uppúr, er að hafa "eignast" Naxos.  Þriggja mánaða vist í þeirri paradís var ævintýri sem seint verður toppað.  Stefni að sjálfsögðu þangað aftur eins fljótt og hægt er.  Það er líka frábært að sjá ungann sinn taka út þroska og öðlast sjálfstæði.  Því fylgir ákveðin öryggistilfinning.  Mínir nánustu voru líka að taka út "þroska" og breytingar á ýmsum sviðum - allt í góðum gír.  Getur maður beðið um betri tíð og fleiri blóm í haga?  Ja, maður gerir það nú sennilega, en í hugarfylgsnunum býr nú samt líka sú vissa að ekkert er gefið í þessu lífi, og skynsamlegra að stilla væntingum í hóf. Maður getur þó alltaf sett fókusinn á að skána eitthvað sjálf. Það eru nú svosem engar heitstrengingar - bara áætlun sem mér finnst að allir eigi að hafa í rassvasanum hversdags. 


Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband