Leita í fréttum mbl.is

Sólskin á Suðurlandi

Fundurinn í Árnesi ætti að vera yfirvöldum / Landsvirkjun ágætis ráðning og áminning um að umboð þeirra til áframhaldandi skemmdarverka á náttúrunni  er ekkert.  Það verður ekki meira tekið af þessu landi til að þóknast ógrundari græðgi, sem hefur ekkert í för með sér þegar til lengri tíma er litið annað en eyðileggingu, mengun og ljótleika, fyrir utan allt raskið á högum fólks sem á svæðinu býr.

Ég rakst á áhugavert innleg jarðfræðings nokkurs, Sigurðar Ásbjörnssonar, sem sagði frá fundinum og lýsti sínum sjónarmiðum.  Mér finnst að allir sem láta sig þessi mál varða - hinir líka - ættu að lesa pistil hans:

http://sas.blog.is/blog/sas/entry/120772/


mbl.is Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ó.

Sammála. Til hvers að eyðileggja íslenska náttúru til að búa til störf fyrir útlendinga?

Guðjón Ó., 11.2.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Anna Sigga

 Sammála...Nú er tíminn.

Anna Sigga, 11.2.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Verði af þessum þremur virkjunum... Þá verður lengsta á landsins aumkunarverð lækjarspræna.

Við ógnum lífríki hennar.

Lax er í sérstakri áhættu.

Gæsavarp misferst.

Sandfok sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir er staðreynd.

Minni-Núpshólmi verður ekki lengur minning um Ísland landsnámsins.

Ein besta reiðleið landsins spillist.

Urriðafoss vatnsmesti foss landsins, hverfur. Það mun hafa verulega skaðleg áhrif á ferðaþjónustu.

4% árinnar verður eftir á köflum á allavega 24 km. kafla.

Stíflur byggðar á virku jarðskjálftasvæði.

Landsvirkjun ætlar að flauta á okkur ef hætta er á ferð.

Fornminjar hverfa undir lón.

Bændur og sumarhúsaeigendur á svæðinu verða fyrir miklu fjárhagslegu og jafnvel tilfinningalegu tjóni.

Sumarhús við árbakka Þjórsár rýrna í verðgildi vegna virkjunarinnar

Frumkvöðlastarf Artic Rafting var drepið af LV.

LV segir að virkjanir í neðri Þjórsá stuðli að lægra raforkuverðI til almennings. Samt eru þeir að selja þessa raforku til Alcan í Hafnarfirði. Það er sama blekkingin og þeir notuðu með Búrfellsvirkjun.

Háspennufrumskógur LV þéttist.

Álið verður jafn einhæfur útflutningur hjá okkur og þorskurinn var.

Álver sem njóta sérstakra skattalegra meðhöndlunar skekkja samkeppnishæfni íslenskra útrásarfyrirtækja. Jafnvel hrekja þau úr landi.

Mengunarkvótar Íslendinga skv. Kyoto sáttmálanum eru gefnir erlendum auðhringjum.

Þessi sömu fyrirtæki þurfa ekki að greiða sömu skatta og íslensk fyrirtæki. Álverin fá afslátt á fasteignagjöldum, aðstöðugjöldum og öðru því sem íslensk fyrirtæki búa við.

Þetta er ásættanlegur fórnarkostur hjá LV.

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar 

Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni

Ævar Rafn Kjartansson, 30.5.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

...það er nefninlega það - úff!

Bergþóra Jónsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 49457

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband