Leita í fréttum mbl.is

Ég skora á ykkur að svara!

Hvað er svona háðskt í þessari grein?  Að einhverjum vitleysingi úti í Ameríku finnist það fyndið að skjóta frekar okkur í tætlur en þjóðina sem stjórnmálaforingjar hans eru nú að undirbúa stríð gegn?

Ég skora á ykkur öll að svara þessari dellu og krefja ritstjóra Daily Princetonian um afsökunarbeiðni.  Það er hægt að gera með því að smella í "Respond to this article" fyrir neðan greinina sjálfa.

Hér er mitt litla letter til ritstjórans:

Regarding 'Bomb Iceland instead of Iran' (Monday, April 9, 2007):

Dear edtior of DailyPrincetonian.com

Could you explain to us little targets up here on which merits Mr. Uwe E. Reinhardt was appointed a James Madison Professor at the Wilson School?

You should seriously consider an apology to the Icelandic people for publishing such rubbish.  Or better yet, consider sending mr. Reinhardt to Iceland, for at least here we have hospitals for the mentally disturbed.

No wonder why the world has mixed feelings for the US foreign policy.  When will you learn that war is NOT fun and games? I thought you might have after 9/11, but I seriously wonder when a professor of political economy at a respected university so bluntly displays his twisted an perverse views on the world.

Bergthora Jonsdottir
Reykjavik,
Iceland

 


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji, hvaða hvaða...

Þessi svarti húmor  frá Hr. Reinhardt er ádeila á Bush-stjórnina og bandarísku þjóðina.  Það er, að mínu áliti, kjánalegt að æsa sig upp og reiðast yfir þessari grein.

Þú veist, eins vel og allir sem það vilja vita, að hér er ekki um minnstu ógnun við Ísland og okkur sem hér búum!!!

Fáðu þér kaffisopa og hugleiddu aðeins málið Bergthora.

Gísli (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Það hvarflaði ekki að mér að þessi stepya væri ógnun við Ísland og okkur sem hér búum.  Mér finnst stríð nú samt þess eðlis að að það sé ekki beinlínis hægt að finna á því einhvern "fyndinn" eða "háðskan" vinkil.  Eða eigum við kannski að spyrja almenning í Írak hvort hægt sé að sjá eitthvað kómískt við það að eiga daglega hættu á því að vera sprengdur í tætlur?

Bergþóra Jónsdóttir, 9.4.2007 kl. 10:50

3 identicon

Það er hægt að nota háð sem hvasst verkfæri til allra hluta.  Ég tel ekkert of heilagt að ekki megi skoða með gleraugum háðs og gríns.

Ég leyfi mér að efast um að  Hr. Reinhardt finnist það fyndið þegar fólk er drepið í stríðsátökum í Írak.  Ef svo væri þá hefði hann ekki skrifað þessa beittu háðsádeilu.

Stundum þarf að nota háð til að sýna fáranleika mannlífsins en hann er við hvert fótmál í þessari verptu veröld okkar.

Gísli (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:08

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Víst er hægt að nota háð sem verkfæri til margra hluta.  Ég er fullkomlega sammála því.  Hefði prófessorinn viljað vera háðskur hefði hann getað sleppt því að draga þig og mig inn í ósmekkleg skrif sín og einbeitt sér að þeim sem eiga það virkilega inni að vera hæðst að.  Hann hefði til dæmis getað potað mun hvassar í sín eigin stjórnvöld, sem að mínu mati hafa sýnt sig vera sýnisbók mannlegs fáránleika.   Ef þú, Gísli, efast um að Reinhardt finnist það fyndið þegar fólk er drepið í stríðsátökum i Írak, heldurðu þá að honum finnist það fyndin tilhugsun að almenningur á Íslandi verði drepinn í stríðsátökum?  Eða finnst þér sjálfum það fyndið?  Eða meturðu það svo að honum finnist það svo fráleitt að það gæti gerst?

Það finnst mér einmitt ekki.  Ég er ekki bölsýnismanneskja, fjarri því.  En því skyldum við ekki geta dregist inn í stríð eins og aðrar þjóðir?  Og rétt til að minna á, þá erum við þátttakendur í stríðinu í Írak, þótt með óbeinum hætti sé. Við erum hvorki heilagri né, að því er virðist friðsamari, en aðrar þjóðir. Við höfum lýst því yfir opinberlega að við séum fylgjandi stríðinu í Írak. Það er enginn brandari í mínum huga, og ekki heldur ef við yrðum á sama hátt dreginn inn í hugsanlegt stríð í Íran.  En það yrði kannski bráðfyndið ef við hér yrðum sprengd í loft upp.  Við erum hér að tala um raunveruleikann, ekki satt?

Bergþóra Jónsdóttir, 9.4.2007 kl. 11:40

5 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Víst er hægt að nota háð sem verkfæri til margra hluta.  Ég er fullkomlega sammála því.  Hefði prófessorinn viljað vera háðskur hefði hann getað sleppt því að draga þig og mig inn í ósmekkleg skrif sín og einbeitt sér að þeim sem eiga það virkilega inni að vera hæðst að.  Hann hefði til dæmis getað potað mun hvassar í sín eigin stjórnvöld, sem að mínu mati hafa sýnt sig vera sýnisbók mannlegs fáránleika.   Ef þú, Gísli, efast um að Reinhardt finnist það fyndið þegar fólk er drepið í stríðsátökum i Írak, heldurðu þá að honum finnist það fyndin tilhugsun að almenningur á Íslandi verði drepinn í stríðsátökum?  Eða finnst þér sjálfum það fyndið?  Eða meturðu það svo að honum finnist það svo fráleitt að það gæti gerst?

Það finnst mér einmitt ekki.  Ég er ekki bölsýnismanneskja, fjarri því.  En því skyldum við ekki geta dregist inn í stríð eins og aðrar þjóðir?  Og rétt til að minna á, þá erum við þátttakendur í stríðinu í Írak, þótt með óbeinum hætti sé. Við erum hvorki heilagri né, að því er virðist friðsamari, en aðrar þjóðir. Við höfum lýst því yfir opinberlega að við séum fylgjandi stríðinu í Írak. Það er enginn brandari í mínum huga, og ekki heldur ef við yrðum á sama hátt dreginn inn í hugsanlegt stríð í Íran.  En það yrði kannski bráðfyndið ef við hér yrðum sprengd í loft upp.  Við erum hér að tala um raunveruleikann, ekki satt?

Bergþóra Jónsdóttir, 9.4.2007 kl. 11:41

6 identicon

Sagði prófessorinn ekki:

"Þá fengju bandarísk fyrirtæki, svo sem Halliburton eða Bechtel, einkarétt á að endurbyggja Reykjavík og reisa risastórt sprengjuskýli í fjöllunum sunnan við Reykjavík fyrir árásina til að skýla íbúum og ómetanlegum listaverkum Íslands fyrir sprengjuregninu."

Virðist nú vera að þessum merka prófessor finnist það vænt um mannslífið að hann setji meira að segja fólk í skjól í háðsstríði sínu.

Lesa áður en maður æsir sig. Lesa lesa lesa.

Jóhann Gunnar Jónsson

Jóhann Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:53

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hjúkket, guði sé lof fyrir sprengjuskýlið!

Óskaplega fer lítið fyrir rökum fyrir gullvægu gildi greinar Reinhardts, öðrum en þeim að háð megi nota um hvað sem er. Er ekkert skárra í boði?

Bergþóra Jónsdóttir, 9.4.2007 kl. 12:32

8 identicon

Einmitt, stríð eru ekki fyndinn og enginn leikur. Er það ekki einmitt ástæðan fyrir því að umræddur skrifaði þessa grein?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 12:39

9 identicon

Það er best að byrja að safna til höfuðs Uwe E. Reinhardt. Ætli færi ekki um hann ef hann frétta að það væri hafin söfnun á Íslandi til handa þeim sem færði okkur hausinn á honum á silfurfati! Sá sem er með gálgahúmor þarf sjálfur að sjá snöruna!

Albert (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 12:41

10 identicon

Gott hjá þér Bergþóra að senda manninum komment um þessi heimskulegu hugsanir. Þeir vita varla hvar Iceland er., hvað þá restin af heiminum. Margir hafa aldrei farið út fyrir borgarmörk, hvað þá landssteina. Sá jafn heimskulegt lesendabréf í hér í Kalif. þar sem ég bý, senda alla fangana bara til Grænlands. En fangelsin hér eru yfirfull og átti þetta að vera sniðug lausn.

athugasemd (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:34

11 identicon

Að þú skulir ekki skammast þín fyrir þetta uppþot og viðkvæmni. Minnir ískyggilega á amerískan þjóðarrembing.

Óþekkt Katrín (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:54

12 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er ekki nema rétt að taka góðri áskorun. Hér á eftir fylgir bréf mitt til pistlahöfundar og ritstjórna Daily Princetonian:

Dear professor Reinhardt,

I felt I should rend you a copy of my letter to the editor of the Daily Princetonian that I sent directly from their website. You should not feel obligated to apologize for your column “Bomb Iceland instead of Iran” merely because a handful of Icelanders didn’t get the joke. I suspect that those that ranted to you in emails are currently a little red faced as the local media has explained the satire for what it is.

There are no points for guessing that I am a fan of your colleague professor Noam Chomsky and it is my belief that a nation of such wealth in both monetary and intellectual measures needs to be saved from ideological extremists.

I urge you to continue writing with the proud knowledge that your reader base has just risen to new heights.

Best regards,

Siggi Jonsson

My letter to the Daily Princetonian follows:

Regarding 'Column sparks ire in Iceland' (Tuesday, April 10, 2007):

It is a pity that the humour of professor Reinhardt's article was lost on some of my fellow Icelanders. I found the article to be insightful and capture well the absurdity of the present US administration's foreign policy. It is a sobering thought that the GW Bush administration has lost the moral high ground that USA once had in world politics through deceipt of both Americans and their allies, invasion of a sovereign country based on false intelligence data, torture and inhumane treatment of prisoners, denying fifth amendment rights to individuals pulled off the street because they "looked" like terrorists, maintaining illegal prison camps like Guantanamo, insisting that all air travellers be treated like suspected terrorists and sadly the list goes on. I urge professor Reinhardt to continue writing and I will do my best to explain the joke to those few who don't get it.

Best regards from Iceland,

Siggi Jonsson

Sigurður Ingi Jónsson, 11.4.2007 kl. 12:41

13 identicon

Komdu sæl, Begga mín. Ég er nú oft sammála þér, en í þessu atriði verð ég að vera algjörlega ósammála. Ég er viss um að það sem Reinhardt vill segja er að stríðsrekstur Bandaríkjastjórnar í Írak sé jafn fáránlegur og þetta ímyndaða stríð gegn Íslandi væri. Hann er einmitt að deila á stríðsreksturinn og benda á það hvað það sé hættulegt að græða á stríði og fara í stríð við tiltekna þjóð af því að það "hentar vel". Og ef það má ekki gera grín að stríði, hvað þá um allar þær ótal háðsádeilur sem samdar hafa verið um stríð? Hvað um "Góða dátann Svejk" eftir Jaroslav Hasek? Hasek er ekki að segja að heimsstyrjöldin fyrri hafi verið fyndin, hann er að deila á fáránleika stríðsins.  Reinhardt er að gera það sama.

Bestu kveðjur, Una Margrét Jónsdóttir.

Una Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:10

14 identicon

Djís... Begga... Hefurðu enga hæfileika til að lesa á milli línanna? Og svo er fólk að fjargviðrast yfir því að það skuli þrífast öfgatrúarfólk úti í heimi? Nei, manngreyið kastaði þessu fram í háði, til að mála enn sterkar skoðun sína á þessu fáránlega stríði í Írak. Það sá hvert (víðsýnt) mannsbarn að maðurinn notaði háðsglósur til að ná fram sterkari ádeilu.
...og svo er hann líka búinn að biðjast afsökunar!

Gunnar (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 01:59

15 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæl Begga mín!

Oft hef ég nú brugðið mér í líki vandlætarans en geri það ekki nú. Ég hef líklega lesið of mikið af Kurt Vonnegut og Jaroslav Hasek til þess. En auðvitað getur háðsádeila farið yfir mörkin. Sumum finnst t.d. alræmdur Borat gera það. Mér finnst hún ekki gera það í þessu. 

Sigurður G. Tómasson, 13.4.2007 kl. 17:47

16 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Elsku Una og þið hin,

1. Ég efast ekkert um að Reinhardt hafi ætlað sér með greininni að hæða forseta sinn og stjórnvöld.  Á því hefur hann fullan rétt.

2. Aðferð hans er hins vegar skot framhjá markinu, því hún er langt frá því að vera hið minnsta markviss.  Með því að niðurlægja óviðkomandi fólk í tilraun sinni, skýtur hann sjálfan sig í fótinn um leið, sem segir mér að dómgreind hans sé ekki í lagi. 

3. Það er fráleitt að bera saman stílsnilli Haseks og illa stílaða ritgerð Reinhardts.   Þar á milli eru himinn og haf.  Hasek þurfti heldur ekki annan efnivið en nákvæmlega þann sem hann gagnrýndi svo frábærlega.  Hann þurfti ekki að meiða eða hæða aðra en þá sem sögunni komu við.   

4. Þótt háð sé notað, gefur það manni ekki leyfi til að segja hvað sem er.  Þið gætuð jú svosem talað um það í háði að drepa ástvini ykkar, jafnvel börnin ykkar eða foreldra,  - mér þætti það einfaldlega ekki fyndið, þótt ég gæti lesið á milli línanna að það væri í háði sagt.

5. Svo bið ég ykkur bara að elska friðinn!

Bergþóra Jónsdóttir, 13.4.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband