Leita í fréttum mbl.is

Óþolandi ofbeldi

Hvenær voru galdrabrennur aflagðar á Íslandi?  Svona meðferð á fólki verður að stöðva strax.  Það er svo athyglisvert að fyrir utan einn karlmann eru þetta konur.  Spurning hvaða frumkvæði konur í Íran hafa að vændi, sifjaspellum og framhjáhaldi.  Einhvern veginn grunar mig að orð þeirra gagnvart orðum karlmannanna sem þær hljóta þá að hafa misbeitt kynferðislega vegi létt.  Einhvern veginn grunar mig líka að þær konur sem verða grýttar fyrir sifjaspell séu sjálfar þolendur ofbeldis karlmanna í eigin fjölskyldu.  Það er jú talsvert algengara en að konur leiti á eigin syni.  Ég er bara ansi hrædd um að fréttir af þessu tagi verði notaðar til að réttlæta innrás í Íran, og það verður fórnarlömum þessa misréttis engan vegin til bóta, heldur mun innrás kalla miklar hörmungar yfir milljónir Írana.  Ég held að Bandaríkjamenn ættu að fara pakka ofbeldisfullri árásarstefnu sinni í heiminum saman í eitt skipti fyrir öll, og leyfa friðsamari Evrópuþjóðum að díla við stjórnmálamenn í miðausturlöndum.


mbl.is Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í heiminum eru þrjú lönd þar sem það stendur í lögum að konur verði að ganga í burkum o.þ.h - Íran, Sádí Arabía og svo eitt land í Afríku sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu.

Sádí Arabía er ekki skárri í þessum málum heldur en Íran.  Þar t.d geta konur ekki vitnað gegn karlmönnum, því konum er ekki treystandi því þær eru með of mikla tilfinningar.  Þannig að þegar konu er nauðgað þá er orð karlmannsins tekið fram yfir konunnar.  Konur geta bara vitnað ef það hafa bara verði konur í kring þegar einhver hlutur gerðist.

Ég býst við að þetta sé mjög svipað í Íran.

Helga Dís (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 18:59

2 identicon

GRÝTING TIL DAUÐA FYRIR HÓRDÓM.

Ein kona enn í blómagarði Múhameðs spámanns, dæmd til dauða fyrir hórdóm.

(Konum sem er nauðgað eru einnig dæmdar fyrir hórdóm, og dæmdar til dauða.)

(Samkynhneigð telst hórdómur samkv. Múhameðstrú),

Múhameðstrú kúgar konur.

Sent af Lily Mazahery Mánudaginn 3 júlí 2006.

Samkvæmt AdnkronosInternational ( AKI fréttastofan), þá var önnur Írönsk kona dæmd til dauða með grýtingu, 29 júní , 2006.

Dómstóll í Norðvestur Íran í borginni Urmia dæmdi Kúrdiska konu, Malak Ghorbany, seka um hórdóm. Samkvæmt hegningarlögum Írans, þá er orðið “hórdómur” notað til að lýsa öllum kyntengdum athöfnum, milli manns og konu , sem ekki eru gift.(eða samkynhneigðra) Hórdómsglæpurinn er einnig notaður í þeim tilfellum, sem stúlka er dæmd fyrir að hafa framið ,,gerning sem er ósamræmanlegur skírlífinu”, sem innifelur í sér tilfelli þegar stúlku er nauðgað. “Dauðarefsing gildir fyrir hórdóm”.

Við fullnægingu dómsins, þá eru hendur konunnar bundnar fyrir aftan bak hennar, og síðan er hún umvafin líni frá toppi til tár. Henni er síðan komið fyrir sitjandi í holu. Holan er síðan fyllt upp með jarðveg að brjósti og troðið meðfram. Þegar hér er komið þá er meðlimum samfélagsins, boðin að myrða hana með því að grýta hana. Til að tryggja að hin dæmda kona fái hámarks kvöl og píningu, þá hefur Íranska klerkastjórnin lögfest stærð steinanna, sem nota skal í þessari villimannlegu opinberu aftöku. Samkvæmt lögunum mega steinarnir ekki vera of smáir, svo að dauði hljótist ekki af, eða of stórir svo að dauðinn náði hina dauðadæmdu of fljótt.


Mannréttindanefnd í Íranska Kurdistan hefur opinberað yfirlýsingu til bjargar Malak Ghorbani og ég er nú að vinna með ýmsum samtökum og einstaklingum til að bjarga lífi Malak og til að afla meiri vitneskju um málsatvik hennar.. Ég væri ákaflega þaklát fyrir sérhverjar þær upplýsingar sem varða þetta mál, á hvaða tungumáli sem er.

Nýjustu upplýsingar:

Tildrög dómsins voru þessi: Abu Bakr Ghorbai, eiginmaður Malak Ghorbany og bróðir hennar Múhammeð Daneshar myrtu meintan elskhuga hennar.

Dómur: Hún skyldi grýtt til bana samkv. Hegningarlögum Írans, en morðingjarnir (karlmenn) fengu aðeins 6 ára dóm.

Nú skulum við líta á orð spámannsins Múhameðs, hins miskunnsama og sáttfúsa varðandi grýtingu fólks til dauða.

Bindi 2, Bók 23, Númer 413: Frásögn Abdullah bin Umar:

Hópur fólks færði spámanninum, mann og konu sem höfðu framið “hórdóm”. Hann skipaði svo fyrir að bæði skildu grýtt til bana, nálægt fórnarstaðnum, þar sem greftrunarbænir fóru fram við hliðina á Moskunni.

(Athugið að hórdómur í Múhameðstrú getur verið: framhjáhald og kynmök samkynhneigðra.)

Hvernig getum við leyft Múhameðstrúarmönnum (Múslimum) sem trúa slíkum villimannasiðum (Sharia) búa meðal okkar

Ofangreint er á upplýsingaveitunni www.news.faithfreedom.org.

Sjá HEIÐURSMORÐ OG STAÐA KVENNA Í ÍSLAM á þessari slóð:

http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Skúli Skúlason!

 Það er af og frá að hægt sé að dæma heil trúarbrögð, í þessu tilfelli islam út frá gjörðum valdhafa í sjúku samfélagi.  Það væri álíka og að dæma kristni út frá gjörðum sjúkra valdhafa í kristnum löndum.  Ég vil benda þér á að enn tíðkast dauðarefsing í Bandaríkjunum, sem er ekkert skárra fyrirbæri en það sem þú ert að benda á.  Það eru til ofbeldisfullir glæpamenn alls staðar, og ekkert síður innan um stjórnvaldið og á götunni.

Bergþóra Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 00:41

4 identicon

Góðan daginn Bergþóra og takk fyrir að sýna þessum atburðum áhuga. 

Bergþ.:  ,,Það er af og frá að hægt sé að dæma heil trúarbrögð, í þessu tilfelli islam út frá gjörðum valdhafa í sjúku samfélagi. Það væri álíka og að dæma kristni út frá gjörðum sjúkra valdhafa í kristnum löndum.“

Svar: Ég er ekki að dæma nein trúarbrögð, ég aðeins að benda á það sem stendur í  ritningum Múslíma, Kóraninum, Annálum og Ævisögu Múhameðs, því  orð og æði Spámannsins   er Íslam. Einnig vil ég benda þér á að þessi rit eru öll grundvöllurinn að Sharíalögum sem dæmt er eftir í fjölmörgum Múslímaríkjum. Eftir þeim er dæmt í þessum tilfellum í Íran í dag.    Í Íran og Sádi Arabíu er Kóranin stjórnarskrá ríkjanna.  Margir gera þau mistök að halda að Íslam sé trúarbrögð, það eru þau aðeins að litlu leyti.  Þau eru fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis  og fjalla að stærstu leiti um  ,,Jihad“ baráttuna til að fá alla til að játast Íslam  með öllum ráðum.  Sjá HIÐ STJÓRNMÁLALEGA ÍSLAM á þessari slóð: http://blogg.visir.is/hermdarverk/2008/05/30/hi%c3%b0-

stjornmalalega-islam-i-hluti/#comments

  Bergþ.: ,,Ég vil benda þér á að enn tíðkast dauðarefsing í Bandaríkjunum, sem er ekkert skárra fyrirbæri en það sem þú ert að benda á.  Það eru til ofbeldisfullir glæpamenn alls staðar, og ekkert síður innan um stjórnvaldið og á götunni.

Svar:  Fólk sem dæmt er til dauða í Bandaríkjamenn, eru venjulega morðingjar  og  málaferlin  taka venjulega mörg ár.  Í Íran er verið að dæma al saklaust fólk til dauða fyrir hórdóm.  Mér finnst þú vera komin út á vafasamar brautir þegar þú beitir afstæðismálflutningi í svona alvarlegum efnum.

Bestu kveðjur,

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég er eingöngu að tala um dauðarefsingu - það vald sem yfirvöld; löggjafi, dómsvald, framkvæmdavald tekur sér til að eyða mannslífi.  Er það ekki sjúkt, hver sem á í hlut?  Ég er engan veginn að bera saman verknaðina sem að baki búa.

Bergþóra Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband