Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Samsæriskenning um Evróvisjón

Ég missti af úrslitunum, var upptekin við að hlusta á alvöru tónlist í Laugardalshöll.  En hvaða lag er þetta sigurlag? Hvers vegna er það svona ofboðslega óminnisstætt?   Rámar í þennan söngvara, sem er gjörsamlega flatur, hef heyrt Regínu syngja vel einhvern tíma.   Annars er dapurlegt hvað þessi keppni er laus við húmor, sköpunargleði og háska, - með öðrum orðum, laus við að vera spennandi og skemmtileg.  RÚV hefur líka gert hana óþarflega langdregna og leiðinlega með tilhöguninni eins og hún er búin að vera að undanförnu.  Það hefði verið miklu flottara að hafa þetta bara á einu kvöldi og aðeins færri lög - þau hefðu hvort eð er flest mátt missa sín.

Samsæriskenning mín er á þá leið, að þar til árið 2010 verði einungis send í keppnina lög sem munu örugglega tapa, - því fyrr en Tónlistarhúsið er risið getur RÚV ekki haldið keppni hér svo vel sé.

Þessi úrslit staðfesta kenninguna. 


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband