Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Føroyar

Úlfhildur og Sámal að slá í ViðarlundinumEins og Ísland?  ... nee ekki alveg.  En fallegar eru þær, indælar grænar og fólkið vænt og gott.  Við erum búnar að upplifa öll íslensk sumarveður hér á þremur dögum, allt frá steikjandi hita og glampandi sól, til rigningarsudda og roks.  Þetta er frábært!  Ég er búin að hitta nokkra norddjobbara með Úlfhildi og snæða löns með þeim í Norðurlandahúsinum.  Í gær var køyridagur, og við skoðuðum Kirkjubæ, Vestmanna og fleira markvert hér á Straumey, skoðuðum meðal annars húsakynni í Kirkjubæ og Múrinn, sem nú er verið að gera við.  Suðurey og Klakksvík líka á planinu næstu daga.  Ójá, við erum á bíl, sem gerir okkur mögulegt að fara út um allar trissur, eins og hugurinn girnist. Hér er líka margt að sjá.

Færeyingar eiga stórkostlegt mál, afburða skemmtilegt, og götunöfin hér eru samfelld gleði.  Pedda við Stein, heitir ein þeirra, Undir berginum er önnur, Í fjósinu, Á heygnum.... og svo mætti áfram telja.  Óluvugøta er í uppáhaldi, en líka Amtmansbrekkan, sem er svo að segja eins og Amtmannsstígurinn okkar, og liggur á samsvarandi stað, ofan úr gamla bænum, og niðrí miðbæ. 

Kathrine, Úlfhildur og LindaÉg sá kunnuglegt andlit niðri við höfn á mikukvøld, það var Brynja, á leiðinni að taka niður flaggið í sendiráðinu.  Sátum og spjölluðum svolitla stund.  Erum næst á leið í SMS að heilsa upp á Gissur Patursson.

 

  


All you need is love...

...sagði John Lennon, og sagði satt.  Verst að íslenska þjóðkirkjan skuli ekki vera búin að átta sig á þessu.  Ég man reyndar ekki betur en að Páll postuli hafi haft orð á því sama í sínu fræga sendibréfi til Kórintumanna þegar hann úttalaði sig um trú von og kærleika, og sagði:  "... og af þeim er kærleikurinn æðstur". 

 


mbl.is Sænska kirkjan þáttakandi í Gay Pride í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I just wanted to know!

Himnasmiður sem lýsir sér þannig: "Pirraður og bitur karlmaður, menntaður í alvöru vísindum. Trúið mér bara,"  bloggaði um þessa frétt á undan mér.  Ég ætla bara að dissa hans bitru og pirruðu viðhorf ögn.  Það að læra og mennta sig er nefninlega ekki bara eitthvert "bráðabirgðaástand" þar til "lífið" tekur við.  Nám er líf, og frú Phyllis Turner er alvöru hetja að hafa látið þann draum ræst að vilja fá svör við brennandi spurningum með því að mennta sig.  Meistarapróf í mannfræðilegum læknavísindum er afrek fyrir hvern sem er, og sennilega himnasmiðnum ofviða.   Hún er stolt þegar hún segir í fréttinni:  "I just wanted to know..." þegar blaðamaður Reuters spyr hana hvers vegna hún hafi farið í þetta nám.  Aðra réttlætingu þarf enginn.
B

mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband