Leita í fréttum mbl.is

Samsæriskenning um Evróvisjón

Ég missti af úrslitunum, var upptekin við að hlusta á alvöru tónlist í Laugardalshöll.  En hvaða lag er þetta sigurlag? Hvers vegna er það svona ofboðslega óminnisstætt?   Rámar í þennan söngvara, sem er gjörsamlega flatur, hef heyrt Regínu syngja vel einhvern tíma.   Annars er dapurlegt hvað þessi keppni er laus við húmor, sköpunargleði og háska, - með öðrum orðum, laus við að vera spennandi og skemmtileg.  RÚV hefur líka gert hana óþarflega langdregna og leiðinlega með tilhöguninni eins og hún er búin að vera að undanförnu.  Það hefði verið miklu flottara að hafa þetta bara á einu kvöldi og aðeins færri lög - þau hefðu hvort eð er flest mátt missa sín.

Samsæriskenning mín er á þá leið, að þar til árið 2010 verði einungis send í keppnina lög sem munu örugglega tapa, - því fyrr en Tónlistarhúsið er risið getur RÚV ekki haldið keppni hér svo vel sé.

Þessi úrslit staðfesta kenninguna. 


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt. íslendingar höfðu um að velja, vel sungið en að öðru leiti óminnisstætt lag án sjónrænna tilburða, eða ekki eins vel sungið en skemmtilegt lag og með góðum sjónrænum tilburðum.

íslendingar kusu flatneskjuna

Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Ólafur Elíasson og Björgólfur G. stjórna skiptiborðinu og eru að plotta Caput 2010.

Kjartan Valdemarsson, 25.2.2008 kl. 00:00

3 identicon

Sammála þessu Bessí mín, mig hefur grunað þetta í mörg ár, ha ha. Ég var annars alltaf að vona að við myndum vinna bara til að það kæmi í ljós hvað við stöndum illa þegar kemur að húsnæði fyrir keppnina. En annars er nú líklegt að Eurovision á Íslandi yrði bara haldið í einhverri íþróttaskemmunni, fyrst þær eru nógu góðar fyrir sinfóníuna.

ímsílíms (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Bergþóra.

Bara að kvitta fyrir mig.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 49517

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband