Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Frá Fróni Bergþórugötu

Nú fer að styttast í að ég komi með ómegðina. Hlökkum mikið til að koma til ykkar í bláman úr rigningarsuddanum.

bergljót guðmundsdóttier (Óskráður), sun. 11. júní 2006

fréttir takk

Á maður ekki að fá fréttir af ykkur mæðgur?

Íma (Óskráður), fim. 8. júní 2006

Að láta drauminn rætast!

Dáist að þér kæra vinkona að söðla um og víkka sjóndeildarhringinn í faðmi grískra. Ástarkveðja Stefanía

Stefanía Valgeirsdóttir (Óskráður), þri. 2. maí 2006

Bergþóra Jónsdóttir

...frá mér til ykkar

Elsku Ditta og þið hin Bestu þakkir fyrir innlitið. Gaman að fá svona hlýjar kveðjur að heiman. Ástarkveðja, Begga

Bergþóra Jónsdóttir, mán. 1. maí 2006

Kveðja frá Dittu.

Sæl Begga mín. Þetta er aldeilis góðar sögur frá þér, og það er mjög gaman að fræðast um Naxos og maður fær bara löngun til að fara þangað sjálfu. Þakka þér enn og aftur fyrir þessar góðu sögur, ég segi enn og aftur því þetta er í annað skiptið sem ég reyni að senda þér í gestabókina og ég vona að það komi til skila. kær kveðja, og hafðu það gott þarna í sólinni. Ditta frænka.

Kristín Guðmundsdóttir (Óskráður), mán. 1. maí 2006

Johnny Deep?????

Það er næstum dónaskapur að líkja Jóni Braga við Johnny Depp! Hann er svo rolulegur hann Johnny. Nei Nonni litli er nú heldur betur myndarlegri og sætari. Ég sé ekki betur en að Þórir eigi alveg helling í honum.

Ímsí (Óskráður), fös. 21. apr. 2006

Til hamingju með frænda

Sæl. Jú hann er alveg stórfagur hann litli Jón Bragi. Ég stóðst ekki mátið og fór og heimsótti hann og foreldrana á spítalann í gær. Hann var vel vakandi og okkur fannst hann næstum brosa til okkar! Það er gaman að lesa bloggið þitt - þú segir svo skemmtilega frá og lýsir vel umhverfi þínu. Hafðu það gott í sólinni og hitanum - veðrið hér er nú að lagast - bara sæmilega vorlegt í dag. Kær kveðja, Kristín á Selalæk.

Kristín Bragadóttir (Óskráður), fim. 20. apr. 2006

Anna Pála Sverrisdóttir

Moggamafíukveðja

Hæ elsku Begga, gaman að heyra af ævintýrunum þínum og taktinum sem er augljóslega allt annar og afslappaðri en á Skerinu. Njóttu þess! Kv. Anna Pála

Anna Pála Sverrisdóttir, fim. 20. apr. 2006

Kveðja frá Þórunni

Hæ Begga. Æðislega gaman að lesa um það sem þú ert að gera þarna á Naxos. Kveðja, Þórunn frænka

Þórunn Guðjónsdóttir (Óskráður), fim. 20. apr. 2006

Kveðja frá Höllu saumósystur

Elsku Begga! Mikið er gaman að fá að vera með þér á Naxos og finna ilminn af grísku eyjunni þinni þegar nepjan leikur um skerið okkar litla. Kær kveðja, Halla

Halla Kjartansdóttir (Óskráður), mán. 17. apr. 2006

Kveðja frá Bergþórugötu

Sæl Beggan mín! Gaman að geta fylgst svona vel mér þér og frábært hvað heimamenn taka vel á móti gestum sínum. Þú mátt kyssa Dimitri fá mér fyrir það! Ég er að undirbúa mig til að fara í hið hefðbunda föstudagsinslanga boð með vinum mínum, Hóbbu og Björk Birni Davíð og þeirra fjölskyldum og blása úr eggjum og mála þau. Soldið skrítið svona án barnanna minna. Snedi þér páskakveðju úr nepjunni og slyddunni hér heima Systanpistan

bergljót guðmundsdóttier (Óskráður), fös. 14. apr. 2006

HJÓK

Elsku Begga. Unaðslegt er að fylgjast með blogginu þínu. Okkur finnst við sjá þetta gríska umhverfi þitt ljóslifandi fyrir augum okkar. Við sjáum ekki annað en að þetta sé upphafið að frábærri ferðasögu. Ertu kannski búin að fá þér útgefanda. Það er gott að andagiftin er í lagi. Auðvitað dauðöfundum við þig að öðrum þræði en fögnum með þér í hinum og vonum að þú njótir verunnar þarna út í ystu æsar. Ástarkveðjur HJÓK

HJÓK (Óskráður), fim. 13. apr. 2006

knús frá Boston

Þetta hljómar einsog draumur Begga mín. Rosalega held ég að þetta sé æðislegt, og bara að komast í burtu frá daglegu stressi sem maður getur gleymt sér svo í. Ég mun bíða spennt eftir hverju nýju bloggi, ég er æst að vita hvað gerist næst. Ímsí

Íma (Óskráður), mið. 12. apr. 2006

hallsson@simnet.is

Halló Begga. ég var í leikfimi þegar þú sendir mér blognetfangið í símann. Þar á eftir fór ég að versla því að mamma er búin að vera við rúmið í tvo daga. Þegar ég var búinn að borða fór ég í tölvuna til að skoða bloggið. það er bráðskemmtilegt eins og vænta mátti. Ein frétt amma þeirra Kjartansdætra hún Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú var að deyja 95 ára gömul. annars er allt gott að frétta af okkur. Meðan ég var að skrifa þetta hringdi síminn í honum var Madda systir og sagði mér að Dísa systir Gulla hefði dáið í morgun. Hún var í fermingunni hennar Siggu litlu á laugardaginn í hjólastól mikið út úr heiminum með Alsheimer. Eitt andlát enn. Blessaður karlinn hann Demetz dó föstudag eða laugardag og verður jarðaður frá Kristskirkju Landakoti eftir páskana. Annað mál. Til hamingju með telpuna þína á morgun. Ólöf ætlar að standa fyrir afmæliskaffi klukkan 5 á morgun á Háaleitisbrautinni. Ekki meira í bili. Það er óskaplega gott að vera í sambandi við þig á svona auðveldan hátt. Mamma biður að heilsa. Bless, bless Pápi og góða nótt.

pápi (Óskráður), þri. 11. apr. 2006

kveðja frá Háaleitisbraut

elsku Begga, gaman að lesa bloggið þitt, þetta hlýtur að vera algjört ævintýri! Ástarkveðjur, Halla og co.

Þórhildur H Jónsdóttir (Óskráður), þri. 11. apr. 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband