Óska öllum góðs gengis

Þegar ég var að skipuleggja þessa ferð mína hingað kostaði evran tæplega áttatíu krónur.  Í gær, kostaði hún tæplega hundrað krónur.  Þetta kostar smá magapínu og samdráttarverki.  Það var því mjög súrt í morgun að lesa í Mogganum að Den Danske Bank væri að spá ennþá meiri gengislækkun krónunnar.  Ojojoj!  Ég fór á röltið, og spekúleraði heillengi í því hvort það yrðu mín örlög hér á Naxos að snæða EKKERT nema kolkrabba - sitja á litlum öskusvörtum búllum við höfnina,  - kolkrabbadruslurnar hangandi í röðum á snúru fyrir utan - og eintómir gamlir menn að snæða nýgrillaðan kolkrabba og drekka ouzo.  Þetta er nefninlega langódýrasti maturinn hér, og kostar kannski 2 evrur, en ekki 5-7, eins og venjulegur matur kostar annars staðar.   En vel á minnst - ég borðaði kolkrabba í fyrsta sinn um daginn með Agli Helgasyni, Sigurveigu og Kára.  Þetta var nú á betri veitingastað og kolkrabbinn lystilega hanteraður - og - hann smakkaðist bara ljómandi vel, og kostaði þar reyndar eins og annar matur - dýrari en hjá þeim gömlu við höfnina.  Reyndar fengum við þarna líka steiktan saltfisk sem var algjört lostæti, og gæti þess vegna hafa verið íslenskur - en það er nú önnur saga; - og þó, - kannski einmitt sama sagan þegar allt kemur til alls. 

Á þessu rölti í morgun fór ég einmitt að hugsa um það sem ég hugsa afar sjaldan um, og síst af öllu í orlofi í útlöndum, nefninlega íslensk efnahagsmál,  og hvernig á því stendur að við getum ekki selt okkar gómsætu framleiðslu, - eins og saltfiskinn og lambið, - miklu víðar og á miklu hærra verði.....  þó ekki væri nema til að tappa aðeins af áhyggjunum hjá mér.

Það var því nokkuð notalegt að lesa svo nú síðdegis á mbl.is, að krónutetrið hefði hækkað aftur í morgun.  En hún þarf að hækka meira.... svo ég fari ekki alveg á taugum.

 Begga


mbl.is Krónan styrkist um 1,51%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

helvítis, djöfulsins fréttir endalaust af því að allt sé að fara til fjandans. Tekur okkur öll á taugum og sviptir okkur alveg dómgreindinni. Þegar vel gengur eyðum við og spennum áður en næsta kreppa skellur á, í stað þess að spara til mögru áranna...
Edda

Edda (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 23:30

2 identicon

ég hefði étið Egil ...........þá væri ég saddur til eilífðar ...oj....ekkert kjöt á kolkrabba......já og svo hefði ég skolað þessu öllu niður með uppleystum fimm hundarað köllum........

kolur (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 01:25

3 identicon

Elsku Edda

Þetta er allt í lagi.... ég skrifaði þetta nú aðallega til að prófa fiffið að vera með tengingu inn á frétt á mbl.is... ég ætla ekkert að láta íslensk efnahagsmál taka mig á taugum meðan ég er hér.

Begga

Begga (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 08:49

4 identicon

Sæl elskan mín- "venjulegur matur" hvað er það? Leysum þessar áhyggjur med det samme, enda ertu í orlofi. Rifjum aðeins upp hvað Pollýanna myndi gera í stöðunni. Hún myndi borða kolkrabbann á 2 evrur allt að 5 sinnum í viku, enda ódýrara, hollt og gott, enda gæti hún lifað áhyggjuminna lífi. Gæti líka verið ögrandi, hvað ætti að borða í hinar máltíðarnar! Svo má benda á að Tinni gladdist yfir krabbadósunum í farmi skipsins sem hann var keflaður í, því kolkrabbinn "myndi" halda í honum lífi þar til hann losnaði úr prísundinni (úr "Krabbinn með gylltu klærnar" ). Kv. Ólöf

Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband