Göturnar á Naxos

Göturnar í Naxosbæ

Elsti hluti Naxosbæjar liggur í brattri hlíðinni undir kastalanum, Kastró.  Þarna bjó pöpullinn, meðan ráðamenn voru vel varðir innan virkisveggja.  Þessi bæjarhluti kallaðist Bourgos og er nokkur hundruð ára, og enn í fullu fjöri.  Göturnar eru sumar nánast einstigi, og ekki fært öðruvísi en fótgangandi.  Og hver sagði að götur ættu að vera beinar?  Ekki sá sem hannaði þessa byggð.  Maður veit aldrei alveg fyrir víst hvar maður lendir, þótt maður telji sig vera búinn að læra þetta - sumar göturnar enda líka bara á dyratröppunum heima hjá einhverjum.  Hvítir veggir allt um kring og hlaðnir stígar - hver öðrum líkur. Tröppur eru líka margar í Bourgos, enda bratt, - sums staðar eru göturnar barasta tröppur og annars staðar liggja tröppur uppá húsþök og jú, stundum að dyrum - það er ekkert gefið í stigamennskunni hér.  Og hví eru hér svona margir kettir?  Þeir stökkva framúr manni að elta eðlur, eða lúra bara á einhverjum tröppunum í skugga veggja eða trjáa.  Svo safnast göturnar saman í stígamót, og þar er gamli markaður bæjarins með besta ferskmeti eyjarinnar.  En þarna í þessu kræklótta skipulagi eru líka veitingastaðir og handverksfólk hefur komið sér þar fyrir víða í yfirgefnum húsum.  En svo eru þær þarna líka þessar yndislegu snótir sem guð má vita hvað eru gamlar; - svartklæddar og hoknar með skuplur, að hugsa um blómin sín eða eitthvað að dedúa.  Göturnar í gamla bænum eru sannkallað völundarhús, hvíld frá erli hafnargötunnar og skjól þegar sólin eða vindurinn gerast of ágeng.

 Beggaki 


Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ
Göturnar í Naxosbæ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ofsalega er þetta flott og skemmtileg síða hjá þér.
Bestu kveðjur Ester :D

Ester Júlía, 25.4.2006 kl. 23:54

2 identicon

hi begga flott blogg

Ditta (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 22:09

3 Smámynd: Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir

Þetta er náttúrulega bara snilld. Flottar myndir og gaman að lesa bloggið þitt. Ég var í fyrra í mánuð á Krít áður en ferðamannatíminn byrjaði það var frábært þar á undan var ég á Rodos líka voða fínt.

Jóhanna Sigurlaug Daðadóttir, 27.4.2006 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband