Elsku Begga. Þú veist að pabbi stundar æfingar tvisvar í viku og fær aldrei harðsperrur. 1. Æfing: Setja hendur í vegg og teygja síðan hægri fót eins langt aftur og mögulegt er og stíga í hann og beygja vinstri fót örlítið. Standa svona í eina mínútu eða tvær. Nú teygjir á kálfavöðvanum. Þú finnur það strax ( svolítill stingur í kálfann). Skipta um fót. Sama æfing með vinstri fæti. 2.æfing: Lærvöðvi: Standa við stólbak og halda sér í það. Standa í vinstri fót og lyfta og beygja hægri fót aftur og reyna að grípa í ökla eða buxnaskálm og teygja fótinn upp í rass. Nú teygir á framvöðva í læri og standa svona í eina til tvær mínútur. Skiptir síðan um fót, stendur á hægri og teygir þann vinstri. 3. æfing: Stendur við vegg eða borð og hefur stól fyrir framan þig. Setur hægri fót upp á stólsetuna og hallar þér fram. Stendur svona í 1-2 mínútur. Nú teygir á afturvöðva læris. Síðan er skipt um fót og gert alveg eins með vinstri. Þessar æfingar áttu að gera eftir hvern göngutúr hvort sem hann er stuttur eða langur. Er þetta ekki frábært og engar harðsperrur.
Með bestu kveðju Pápi.
Mamma biður að heilsa.
Athugasemdir
Elsku Begga. Þú veist að pabbi stundar æfingar tvisvar í viku og fær aldrei harðsperrur. 1. Æfing: Setja hendur í vegg og teygja síðan hægri fót eins langt aftur og mögulegt er og stíga í hann og beygja vinstri fót örlítið. Standa svona í eina mínútu eða tvær. Nú teygjir á kálfavöðvanum. Þú finnur það strax ( svolítill stingur í kálfann). Skipta um fót. Sama æfing með vinstri fæti. 2.æfing: Lærvöðvi: Standa við stólbak og halda sér í það. Standa í vinstri fót og lyfta og beygja hægri fót aftur og reyna að grípa í ökla eða buxnaskálm og teygja fótinn upp í rass. Nú teygir á framvöðva í læri og standa svona í eina til tvær mínútur. Skiptir síðan um fót, stendur á hægri og teygir þann vinstri. 3. æfing: Stendur við vegg eða borð og hefur stól fyrir framan þig. Setur hægri fót upp á stólsetuna og hallar þér fram. Stendur svona í 1-2 mínútur. Nú teygir á afturvöðva læris. Síðan er skipt um fót og gert alveg eins með vinstri. Þessar æfingar áttu að gera eftir hvern göngutúr hvort sem hann er stuttur eða langur. Er þetta ekki frábært og engar harðsperrur.
Með bestu kveðju Pápi.
Mamma biður að heilsa.
pápi (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.