1.3.2010 | 14:34
Kemur ekki á óvart
Það þarf EKKERT að koma á óvart um staðsetningu snjóflóða í Siglufirði og dölunum innaf og í kringum fjörðinn. Í manna minnum hafa snjóflóð fallið beggja vegna fjarðarins, fram í firði og utan fjarðarins, t.d. í Engidal þar sem fólkið hans afa fórst í flóði 12. apríl 1919.
Til eru heimildir um að margir hafi farist í snjóflóði að mig minnir á 17. öld við Siglunes, þegar fólk var á leið til eða frá kirkju á jólanótt.
Í kaupstaðnum sjálfum hafa oft fallið snjóflóð. Á sjöunda áratug síðustu aldar féll snjóflóð á hús við Fossveg og skemmdi mikið og mildi að ekki varð manntjón. Fossvegur stendur í hlíðum Stráka og var þá efsta gatan í norðurhluta bæjarins. Það var því furðulegt svo ekki sé meira sagt, þegar skipulagsyfirvöld í bænum ákváðu að byggja ofan við Fossveginn. Það kalla ég að storka örlögunum, jafnvel þótt snjóflóðavarnir séu komnar til sögunnar í dag.
Héðinsfjarðargöngin eru svo auðvitað á bandvitlausum stað og verst er eyðileggingin á þeim fallega eyðifirði sem Héðinsfjörður var. Göngin hefðu átt að vera vestan við Hólshyrnu, í Hólsdal eins og Y í laginu og tengja Fljótin líka við þessa bæjarkjarna. Það hefði réttlætt kostnaðinn, auk þess sem þá þyrfti ekki stöðugt að vera að bera grjót og möl í veginn inn á Almenningum sem virðist vera í frjálsu falli svo gott sem niðrí sjó. Að auki er Hólsdalur mun snjóléttari en Skútudalur. Þótt þeir sem byggi göngin viti það ekki, þá hafa margoft fallið snjóflóð í Skútudal.
Annars er auðvitað hvergi yndislegra en á Siglufirði.
![]() |
Lítið snjóflóð við Siglufjörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
ulfhildur
-
hallsson
-
blues
-
systapista
-
birtab
-
vitinn
-
hoskuldur
-
konur
-
arnim
-
ragnhildur
-
eggmann
-
kjarvald
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
theld
-
konukind
-
jullibrjans
-
hugsadu
-
bleikaeldingin
-
einherji
-
jenni-1001
-
annapala
-
vglilja
-
halla-ksi
-
volcanogirl
-
kristinast
-
daath
-
mariakr
-
soley
-
arnigunn
-
aevark
-
ragnarfreyr
-
ktomm
-
hlynurh
-
sinfonian
-
elvabjork
-
raggissimo
-
nonniblogg
-
vitale
-
malacai
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
hannibalskvida
-
steinibriem
-
jea
-
vardi
-
hildurhelgas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.