Leita í fréttum mbl.is

Eigi leið þú oss í freistni

Ég álpaðist til að horfa á Kompássþáttinn á stöð 2 sem verið hefur á hvers manns vörum síðan um helgi. Þvílík skelfing það sem þar kom fram.

Hins vegar settust að í mér einhver ónot yfir því sem þarna fór fram af hálfu fjölmiðilsins.

Hvaða rétt hefur fjömiðill – eða hver sem er, ef út í það er farið, til að egna fólk til freistinga? Amma mín hefði sagt að það væri ljótur leikur og vísað í faðirvorið: Eigi leið þú oss í freistni..." Í sjálfu sér finnst mér það líka ákaflega vafasamur gjörningur, sem kveikir margar siðferðisspurningar. Hvar liggja mörk þess að tilgangurinn helgi meðalið? Og hver á að meta það hvar þau mörk liggja? Það bendir allt til þess að gerandinn í málinu sem um var rætt, sé mjög sjúkur, og ég hefði haldið það mál heilbrigðiskerfisins að tækla hans vanda, eftir að lögreglu hefði verið gert viðvart og meðferð dómskerfis. Líklega hafa þeir aðilar brugðist. Ég sé samt ekki alveg tilganginn með að bera þetta á torg, nema ætlunin sé að gefa fólki eitthvað að smjatta á. Með þessu er ég ekki að bera í bætifláka fyrir manninn, hans hryggilegu fíkn, eða gera lítið úr hörmum fórnarlamba hans. Mér finnst hins vegar ekki sjálfsagt að fjölmiðill taki sér vandmeðfarið vald til að gera sér mat úr ógæfu annarra.

 

Bergþóra Jónsdóttir

Ljósvaki, Morgunblaðinu, 25. janúar 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Ég sé samt ekki alveg tilganginn með að bera þetta á torg,........"

Jón Ásgeir þarf að selja auglýsingar og áskriftir.

Þá er ekkert heilagt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég segi nú bara við Heimi L Fj.:  djísus kræst, hvað geta menn teigt sig langt í að drulla yfir menn????????????????'

Gísli Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband