Leita í fréttum mbl.is

Fáránlegt!

Hér er verið að ráðast að einkennunum, án þess að taka á sjúkdómnum sjálfum.  Misrétti er undirrót sjúkdómsins og margar konur neyðast til að ganga í búrkum vegna þess að til þess er ætlast af körlum, sem vísa í trúarkreddur til að réttlæta það að fá að ráða því hvernig konur þeirra klæða sig.  Auðvitað eru líka til konur sem kjósa sjálfar að ganga í búrkum.  Hvað ef ég færi til Parísar íklædd búrku?  Á hvaða forsendum yrði mér bannað að klæðast henni?

Aðalatriðið er, að konur eigi að fá að klæðast þeim flíkum sem þær sjálfar kjósa.  Það eru grundvallarmannréttindi.  Ef þær eru kúgaðar til að klæðast búrkum, er kúgunin vandamálið, ekki búrkan.  Við þurfum að standa með þessum konum í réttindabaráttu þeirra, ekki fordæma þær.

 


mbl.is Frakkar setja bann við búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Lögum samkvæmt er bannað að hylja andlit sitt algjörlega, þótt mishart sé tekið á því, amk hér heima, en ég geri ráð fyrir því að víðast hvar í hinum vestræna heimi séu lögin svipuð hvað þetta varðar.

Það er verið að mismuna fólki vegna trúarbragða og kyns með því að leyfa kvenfólki að ganga með búrkur eða niqab á almannafæri, en banna td bankaræningjum að ganga um götur borgarinnar með skíðagrímur.

Karen (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Karen

Þetta eru engin rök.  Í Grikklandi og Tyrklandi og víðar ganga ekkjur og fleiri gamlar konur með slæður sem hylja stóran hluta andlitsins.  Er það bannað? Þú getur keypt þér braðastóran hatt sem hylur bróðurpart andlitsins.  Nunnur ganga í klæðum sem eru svipuð búrkum, nema hvað örlítið meira sést í andlitið.  Þú nefndir skíðahúfurnar.  Hvar eru þær bannaðar til sinna réttu nota?  .... eða ertu að láta að því liggja að allar þessar búrkuklæddu konur séu bankaræningjar?

Frakkar eru endemis rasistar eins og sést best á þessu máli og í meðferð þeirra á sígaunum sem hefur verið í umræðunni, síðast í kvöldfréttum í kvöld.

Setjum dæmið upp svona?

Hafa karlmenn rétt á því að kúga konur?

Átt þú rétt á því að ganga í þeim fötum sem þú sjálf kýst?

Hugsaðu um það.

Bergþóra Jónsdóttir, 15.9.2010 kl. 00:04

3 identicon

Veit ekki alveg hvað þu meinar Karen, þvi nuna tala konur um að klæðast þessum búrkum se brot á mannréttindum kvenna,en eins og eg best skil þig viltu að þær séu klæddar þessum búrkum,heimur er að breytast ut af svo mörgu þar á meðal hryðjuverkum, skipulagðri glæpastarfsemi og fleira það eru komnar myndavélar up á helstu götuhorn i stórborgum eins og London til að geta fylgst með fólki t.d ef það er undir eftirliti eða gruns um eitthvað en ef allir fengju að hylja andlit sitt mundu þær ekki gera eins mikið gang..

varðandi Frakka og rasista veit eg ekkert um,en held að þeir megi setja sýn lög i þeirra landi án þess að við dæmum þá..ekki viljum við vera dæmd af þeim fyrir hvalveiðar og fleiri lög sem við setjum..svo eru kannski Frakkar komnir með nóg af útlendingum og vilja ekki fleiri og jafnvel fækka við sig,get ekki séð að það sé neinn rasista háttur þeir hugsa bara um að koma sér ekki i meira vesen..(annað en við gerum)

Hvernig fannst þer ástandið herna á tíma? núna er enga vinnu að fá meðal annars þvi við vorum að byggja landið upp langt fram í tíman og að reyna að bjarga heiminum og gefa hverjum sem er vinnu,við meira að segja fluttum inn vinnuafl til að byggja eitthvað rugl tónlistarhús sem við höfum ekkert not fyrir, (mikilmennsku brjálaði i okkur eg veit það) svoleiðis lagað gerir engin heilvita þjóð eða ríkistjórn. en ef eg eða þu hefum sagt þetta á tíma eða sagt þetta í dag værum við rasistar og nasistar,við hefðum þurft á fullt af byggingar vinnu nuna að halda en hun er buin næstu 5 til 10 árin ekki utlendingum að kenna meira okkur sjálfum.

I dag er það þannig ef eg vill íslending i vinnu er eg rastisti,nasisti eða kynþáttahatri.Afhverju kannski vill eg bara enhvern sem kann islensku (almennilega)

Eg er orðin soldið þreytur á fólki alltaf að draga up rasista spilið.

jon fannar (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 02:55

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Læti eru þetta, Bergþóra.

Þitt sjónarmið kann að vera ágætt, en það gerir ekki sjónarmið hinna að rasisma - það er ósmekkleg upphrópun af manneskju sem þykist víðsýn og klár.

Hugsanlega er þetta ein besta leiðin til að berjast gegn kúgun kvenna af múslímskum uppruna. Hugsanlega stuðlar þetta öðrum leiðum fremur að aðlögun þessara kvenna og fórn þeirra örfáu sem vilja klæðast þessum klæðnaði vel þess virði.

Þetta er umdeild ákvörðun, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvort hún  er til góðs eða ekki.

Kristinn Theódórsson, 15.9.2010 kl. 07:00

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Burqa með andlitsgrímu er bæði eiginleg áþján kvenna og tákn um um hana.

Hún er keðja þrælsins, hvort sem hann kýs að hafa hana um hálsinn sem tákn um óréttlætið, eða hún er fest við hann af þrælahaldaranum sjálfum.

Burqa er slæmt tákn, eins og hakakrossinn, slæmt vegna þess að hann stendur fyrir kúgun og misrétti.

Að banna burqu á almannafæri er mikil viðurkenning á frelsisbaráttu  kvenna.

Burqu hefðin hamalar konum að taka þátt í fjölda opinberra atburða.

Bannið hefur gefist vel í Hollandi, það sem af er.

Auk þess er fordæmið til staðar. Til er fatnaður sem talinn er ósæmilegur á almannafæri  og sem þú yrðir handtekin fyrir að klæðast í Frakklandi. - Þú yrðir umsvifalaust handtekinn ef þú færir inn í banka með skíðagrímu. Þú fengir ekki að fara inn i ýmsa opinbera staði klædd í nasistabúning. Þú fengir ekki að mæta fáklædd á opinberar móttökur, o.s.f.r.

Þannig halda ekki rökin að konur eigi að fá að klæðast þeim flíkum sem þær sjálfar kjósa. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 08:06

6 identicon

Alveg eins og eg ma ekki fara inn i banka og akvednar verslanir/budir med motorhjolahjalminn minn (og tad eru skilti sumstadar!) ta finnst mer ad tær ættu ekki ad geta farid inn med hult andlit BARA vegna tess ad tær eru muslimir.

Mer fannst alveg hreint faranlegt ad labba inn vid hlidina a einni og EG vard ad taka minn hjalm af en tær geta bara gengid inn tvi engin torir ad segja neitt.

Iris (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 08:20

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Svanur Gísli

Eitt er að fatnaður sé ósæmilegur, annað er að banna hann.  Og auðvitað hef ég leyfi til að ganga með skíðagrímur hvar sem er, jafnvel í banka; það er ekkert sem segir að ég ætli þar með að ræna bankann, þótt ég geri mér vissulega grein fyrir því að margir kunni að telja að ég hafi það í huga.

Enn eru til þjóðflokkar þar sem fólk lifir nánast nakið.  Eigum við "réttlátu hrokagikkir" í Evrópu að ákveða hvað er siðsamlegt í þeim efnum?

Ég er síður en svo að mæla með því að konur gangi í búrkum, en búrkurnar eru engan veginn rót vandans.  Hvernig ætlið þið sem skrifið hér að ofan að uppræta kúgun á þessum konum?  Eða haldið þið að hún hverfi við það að þær leggi búrkunum?  Ég teldi það barnaskap að halda það.

Ég vil hins vegar að grundvallarmannréttindi þessara kvenna og alls fólks til að klæðast þeim fötum sem það kýs séu skilyrðislaust virt.  Glíman við kúgun og misrétti er annað verkefni, sem svo sannarlega er brýn þörf að taka á.

Bergþóra Jónsdóttir, 15.9.2010 kl. 08:44

8 Smámynd: Rebekka

Mér þætti mjög áhugavert að sjá hvaða áhrif bannið hefur haft í Hollandi.  Ég hræðist mest að það hafi orðið til þess að konurnar sem áður voru neyddar til að ganga í búrkum, séu nú neyddar til að halda sig innandyra í staðinn.  Ég er a.m.k. frekar svartsýn á að þær hafi tekið upp vestrænan klæðnað (eða bara höfuðklút) í stað tjaldsins.

Það eru einu mótrökin sem ég hef gegn banni á búrkum.  Fyrir utan það finnst mér í góðu lagi að banna þennan klæðnað á almannafæri. 

Rebekka, 15.9.2010 kl. 09:56

9 identicon

Þetta er ágæt pæling hjá þér. Það má þó benda á að búrkan er ekki komin af Islam heldur er menningar arfur frá eyðimerkur aröbum sem á tíma Múhameðs voru svo á móti kvenfólki að þeir grófu stúlkubörn lifandi vegna þess að það var of mikil skömm að eignast stelpu. Það er samt mistök, finnst mér, að láta andúð á svona siðum valda andúð á aröbum eða islam (enda eigum við vestræna siðmenningu að múslimum þakka).

. (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 14:25

10 identicon

Þetta sem þú ert að segja um rót vandans er alveg rétt en það þýðir ekki að að það hafi engin áhrif að banna búrkuna. Þetta eru í fyrsta lagi þokkalega skýr skilaboð til karlanna um hvað sé liðið og hvað ekki.

. (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 14:32

11 identicon

fyrirgefðu Karen eg var að senda Bergþóru þennan póst eg ruglaðist

jon fannar (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 16:38

12 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hvers vegna finnst ykkur svo nauðsynlegt að banna eina tegund af fatnaði umfram aðra?  Hvers vegna þurfum við á vesturlöndum stöðugt að vera að vanda um fyrir þjóðunum fjær og segja þeim með valdboði hvernig þær eiga að vera?  Hver er munurinn á því að eiginmaður skipi konu sinni að ganga í búrku eða að við skipum þeim að ganga EKKI í búrku?  Hvaða vald þykjumst við hafa til að ákveða hvernig fólk klæðir sig? Mér finnst þetta einungis sýna hroka okkar velmegunarþjóðanna sem teljum okkur alltaf réttlátust og best.

Vandamálið er nefninlega EKKI búrka, heldur KÚGUN á konum.  Það er enginn munur á því hvort karlarnir þeirra kúgi þær, eða við.  Til þess höfum einfaldlega ekki siðferðislegan rétt.

Ég hræðist það mest að Rakel sé sannspá þegar hún kveðst óttast að konum sem í dag er skipað að klæðast búrkum, verði með þessu banni skipað að halda sig heimafyrir, eða jafnvel refsað af eiginmönnum sínum fyrir að hlýða lögunum frekar en þeim.

Þess vegna segi ég enn og aftur að rót vandans er EKKI búrkan, heldur KÚGUNIN og OFBELDIÐ sem þessar konur þurfa að þola.  Þessa kúgun er engan veginn hægt að líða í siðuðu samfélagi og það er hún sem við þurfum að berjast gegn.

Bergþóra Jónsdóttir, 15.9.2010 kl. 20:03

13 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Já, það er ágæt kenning, Bergþóra, að betra sé að bregðast með öðrum hætti við vandanum. En hugsanlega er þetta engu að síður ein besta leiðin og einhver var hér að segja að þetta hafi gefist vel í Hollandi.

Ef það er tilfellið er ekki til mikils að þusa yfir því að þetta sé ekki rót vandans - við þá rót er einmitt mun erfiðara að eiga.

Kristinn Theódórsson, 15.9.2010 kl. 20:29

14 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Mér finnst það sérkennileg afstaða Kristinn að tala um baráttu fyrir mannréttindum sem "þus".  Því kúgunin sem þessar konur þurfa að sæta, er einmitt það sem við þurfum að eiga við.

Bergþóra Jónsdóttir, 15.9.2010 kl. 20:44

15 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er einmitt það (kúgun kvenna) sem verið er að eiga við með þessari aðgerð, en þér líkar hún bara ekki og þusar (afsakaðu orðbragðið) dálítið í kringum vandann.

Þetta er ekki rót vandans... Hver er hún þá og hvernig ætlast þú til þess að unnið sé á henni, fyrst þessi tilraun til þess er þér svona á móti skapi?

Kristinn Theódórsson, 15.9.2010 kl. 20:49

16 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég hef ítrekað það að rót vandans sé kúgunin. "Því hef ég heyrt fleygt oftar en einu sinni að til að breyting geti orðið á þessu þurfi vestræn lönd að einbeita sér algjörlega að kvennabaráttunni í þessum löndum og styðja konur skilyrðislaust í að ná fram jafnræði og frelsi.

Það held ég að sé rétt." 

Bergþóra Jónsdóttir, 15.9.2010 kl. 21:14

17 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er líka mjög góð ályktun. En fjandanum erfiðari að vinna að og bíða eftir.

Er eitthvað því til fyrirstöðu að grípa til aðgerða á báðum endum málsins - að því gefnu að búrkubannið sé til góðs fyrir múslímskar konur í Evrópu?

Kristinn Theódórsson, 15.9.2010 kl. 21:20

18 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Nei, það er ekkert því til fyrirstöðu.  Ef ég mætti ráða væri fyrsta framkvæmd sú að berjast gegn félagslegum og pólitískum áhrifum allra trúarbragða og afnema öll tengsl þeirra við þjóðríkin.  Fólk má trúa hverju sem það vill mín vegna þótt ég geri það ekki.  Að sama skapi finnst mér að fólk megi klæðast hverju sem er hvar sem er - ég tel það til grundvallarmannréttinda, og þar greinir okkur á. Ég hef bara ekki trú á því að búrkubannið verði þessum konum til góðs.

Í draumalandinu ríkir auðvitað friður, náungakærleikur, frelsi og jafnrétti...  en merkilegt nokk - þá grunar mig að slíkar hugmyndir séu ekki mjög í tísku nú til dags. Ég hef þó enn ekki sannfærst um aðrar betri...   Kannski kemur að því einhvern tíma að ég fari að trúa á annað, t.d. peninga... nei fjandakornið. 

Bergþóra Jónsdóttir, 15.9.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband