Leita í fréttum mbl.is

Fiskisaga

Það er sorglegt hvernig Fiskisaga hefur verið að ryðja gömlu góðu fiskbúðunum úr vegi einni af annarri.  Fiskurinn hjá þeim er líka óhugnanlega dýr, og alls ekki alltaf jafn ferskur og maður fékk hjá einyrkjunum meðal fisksala sem voru á tánum að þóknast viðskiptavinum sínum.  Nú þarf maður virkilega að hafa fyrir því að finna góðar fiskbúðir.

Ömurlegt!

.....maður ætti kannski bara að drífa sig á sjóstöng?


mbl.is Flestir starfsmenn Fiskisögu endurráðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Bara rölta niður á Ægisgarð og kaupa soðningu af körlunum og koma við í leiðinni hjá Kjartani gamla koknum mínum í Sægreifanum og fá sér heimsins beztu humarsúpu.

Annars kemur á óvart að þú segir fiskinn ekki nógu góðann hjá Fiskisögu.

Hélt þau væru alltaf með glænýjann fisk. 

Fiskisögubúðirnar eru topp búðir á heims mælikvarða.

Níels A. Ársælsson., 11.6.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þér, einyrkjarnir voru betri. Mér finnst ómögulegt að finna engar fiskbúðir nema þessa keðju, ef þú veist um annað þá kannski laumarðu því að mér á minni síðu

Kveðja

Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: corvus corax

Þetta er bara enn einn glæpahringurinn sem settur er til höfuðs almenningi svo hægt sé að mergsjúga mannskapinn eða það litla sem eftir er af verðmætum fólks eftir að olíumafían og vaxtaþrælaokur bankanna eru búin að ná því sem þeir geta.

corvus corax, 11.6.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er sóma fólk sem á þessar búðir og fiskurinn er sko ekkert slor, aðeins úrvals hráefni sem unnið er í einu fiskvinnslu fyrirtækisins út á Granda fyrir allar búðirnar.

Ef þið viljið kaupa bezta hráefnið þá er það til í Fiskisögu. En ef þið viljið eltast við eitthverja slorkalla með "pokafisk", þá verði ykkur að góðu."

Hjá Fiskisögu er allur fiskur rétt veginn og löglega veiddur, það er annað en sagt verður um ýmsa aðra sem stunda viðskipti með fisk á Íslandi.

Níels A. Ársælsson., 11.6.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Bumba

Get ekki verið meira sammála Bergþóra mín, og ósammála þér Níels. Síðan Fiskisaga tók við þá margfaldaðist verðið og allstaðar sama varan sem var ekki þegar einyrkjarnir voru  með sína framleiðslu. Það þarf ekki að bera svona á borð fyrir mann. Sama djöfulsins einokunin allstaðar, að þú skulir tala fyrir þessu drengur jafn vinstrsinnaður og þú þykist vera ef marka má skrifin  þín. Bergþóra, mig langar til að hitta þig þegar ég kem til Íslands í byrjun júli, verðurðu þá í bænum? Með beztu kveðju.

Bumba, 15.6.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Já Nonni minn, ég verð í bænum í byrjun júlí, og mikið væri gaman að hittast.  Ég var að skoða bloggið þitt og það gladdi mig að lesa um velgengni þína í Hollandi.  Til hamingju með það.

Bergþóra Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 06:33

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Bumba.´

Að vera vinstrisinnaður er ekki ávísun á að vera illgjarn !

Ég þekki Fiskisögu og það góða fólk sem á og rekur fyrirtækið.

Ég læt ekki leiða mig í ósannsögli og illmælgi gegn betri vitund.

Fiskisaga hefur lyft grettistaki í að koma íslendingum til siðmenningar í neyslu á fiski og fiskafurðum.

Sú staðreynd ruglar mig ekkert í rýminu á þótt viðskiptamótelið þeirra fari í taugarnar á eithverju fólki.

Annað ! Gömlu fisksalarnir löptu dauðann úr skel fyrir innan afgreiðsluborðið á sínum fiskbúðum og höfðu gert í áratugi. Hreinlæti vor oft á tíðum mjög áfátt og svartamarkaðsbrask stundað grimmt með fisk sem ekki hafði verið veginn heldur keyrður fram hjá hafnarvikt.

En allt þetta tal um Fiskisögu breytir því ekki að það geta allir ungir menn og konur haslað sér völl á þessum markaði og sett upp fiskbúðir og einfaldlega reynt að gera betur.

Níels A. Ársælsson., 16.6.2008 kl. 10:50

8 Smámynd: Bumba

Sæl vinkona og gleðilega þjóðhátíð. Við vorum að enda fyrirsönginn síðastliðinn föstudag. Það sóttu 70 um en 58 sungu fyrir. Það voru ekki tekin inn nema 22 kannski 24 þó ekki víst. Af þeim fjölda komust 6 íslendigar inn, þar af þrír nemendur mínir og hinir sem höfðu verið hjá mér á námskeiðum. Ég var að sjálfsögðu ekki með atkvæðisrétt sökum þess að þau höfðu lært hjá mér öll að einhverju leyti. Ég var þessvegna mjög stoltur eins og gefur að skilja. Gat nú ekki annað en brosað, frétti það að einhver ónefndur nemandi hafi komist inn í tónlistarháskóla í Berlín og móður viðkomandi þótti þetta svo mikil tíðindi að hún setti það í blöðin, hehehehehe. Hvað má ég þá segja, á einu ári hafa komist 8 nemendur inn í tónlistarháskóla sem lært hafa hjá mér að einu eða öðru leyti. Mér finnst þett svona hálffyndið. Þvílík sjálfhverfa.

En auðvitað er þetta gaman og hlakka ég rosalega til að losna viða öll þessi stig og að maður tali nú ekki um þessa viðbjóðslegu prófanefnd og þessa fasistísku tilburði stjórnanda hennar og stofnanda Kristínar Stefánsdóttur. Hún er í einu orði sagt músíkmorðingi. Nóg um það, en undan þessum viðbjóði losna ég til lánsins. Þannig að fyrir sumt fólk í þessum bransa verður af mér hin mesta landhreinsun, heheheheeh. Bið að heilsa elsku Bergþóra mín. Með beztu kveðju.

Bumba, 17.6.2008 kl. 08:09

9 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Sæl Begga og takk fyrir síðast. Vil bara benda þér á glæsilega fiskbúð við Gnoðavog, (gegnt MS) Þar ræður Hafberg fisksali ríkjum af metnaði og fagmennsku. Kíktu á hann. Kveðja Dundi

Guðmundur Gunnarsson, 21.7.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband