Leita í fréttum mbl.is

Mannvinurinn mikli

Mannvinurinn mikli gerir þetta sjálfsagt í nafni kristilegs kærleika og umburðarlyndis.
mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hrylingur

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hryllingur..

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Já Bergþóra, og þessvegna fer hann í KROSSFERÐ í nafni kristinnar trúar eins og gert var á miðöldum með miklum hryllingi fyrir íbúa í mið-austurlöndum sem þeir tala um ennþá og vitna í söguna með hryllingi.  Hinsvegar, þá notað G.W. Bush þessi orð sjálfur: "We need to go on a Crusade against those terrorists" (-terrorists- er samnefni GWBush yfir Íslamista).

Það þarf að koma þessum manni frá áður en hann hefur heimstyrjöld III.

Kveðja, Björn bóndi.

´ 

Sigurbjörn Friðriksson, 13.7.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Einar! Það ætti fyrir lifandi löngu að vera búið að eyða öllum kjarnorkuvopnum ALLS STAÐAR.  Það gerist hins vegar ekki meðan Ísraelar og Bandaríkjamenn með stríðsóða forseta ganga á undan með slæmu fordæmi og ógna með þeim allri heimsbyggðinni.

Ég dreg líka Rússa og Kínverja til ábyrgðar.  Árásarhneigð Bandaríkjamanna og Ísraela er bara því miður miklu áþreifanlegri.

Bergþóra Jónsdóttir, 13.7.2008 kl. 15:40

5 Smámynd: Neddi

Einar, hvorir eru líklegri til að ráðast á annað land af fyrra bragði, kanarnir eða Íranir?

Áður en þú svarar þessari spurningu ættirðu að skoða það hversu oft þessi tvö lönd hafa ráðist inn í annað land síðustu, ja, segjum 100 árin.

Neddi, 13.7.2008 kl. 15:55

6 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég mun aldrei gera lítið úr áhyggjum fólks af stríði, en engu að síður hefur maður á tilfinningunni að það sé vísvitandi gert mikið úr ógninni til að réttlæta yfirvofandi innrás.  Og þá verða það Bandaríkjamenn sem enn verða ógnaraflið, en til að sýnast skárri, svona korteri fyrir kosningar, er ósköp þægilegt fyrir Bandaríkjamenn að hafa Ísraela til að vinna fyrir sig skítverkin, svona rétt eins og Ísraelar sjálfir hafa notað kristna öfgamenn til að slátra Palestínumönnum. Nefni bara sem dæmi Eli Houbeika sem bar ábyrgð á fjöldamorðum á Palestínumönnum Í FLÓTTAMANNABÚÐUM árið 1982.  Ísraelar rétt náðu að slátra honum áður en hann átti sjálfur að bera vitni gegn þeim í Brussel.

Það er ekki björt veröldin þarna suðurfrá, og það er af og frá að mesta ógnin stafi af múslimum. Þar með er ég ekki að gera lítið úr voðaverkum sem þeir fremja í nafni trúarbragðanna. Síður en svo.

Bergþóra Jónsdóttir, 13.7.2008 kl. 16:53

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ber er hver að baki.....Nú ríður á að þeir Halldór og Davíð rísi upp úr körinni og lýsi yfir skilyrðislausum stuðningi Íslands við þessi áform í nafni friðar og kærleika.

Umboðslausir gerðu þeir þetta við upphaf innrásarinnar í Írak svo það má einu gilda þó sami háttur verði hafður á nú.

Árni Gunnarsson, 13.7.2008 kl. 17:10

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Einar Einarsson;  Ef við tveir værum sáttasemjarar og stæðum í sáttatilraunum í mið-austurlöndum....myndir þú samþykkja tillögu frá okkur; til að leysa málin, að bæði Ísrael og Íran létu af öllu kjarnorkubrölti.  Að Ísraelsmenn afhentu allar kjarnorkusprengjur sínar og lokuðu kjarnorkuverum sínum á móti því Íranir lokuðu fyrir allt sitt kjarnorkubrölt?  Nú bíð ég spenntur eftir svari þínu.....

Bergþóra; Þakka þér fyrir að hefja þessa umræðu.  Þegar þú minnist á að Bandaríkjamenn ætli að nota Ísrael til að vinna skítverkin sín, þá er það nú ekki í fyrsta sinn sem BNA beitir þeirri brellu, sérstaklega í Víet-Nam stríðinu þar sem Kambodía og Lagos voru dregin inn í þau átök og mönuð á móti hvoru öðru á margvíslegan hátt (því í Kambódíu og Lagos eru svo margir mismunandi þjóðflokkar með mismunandi tungumál).  Þessir kristnu öfgamenn sem voru notaðir í fjöldamorð á Líbönskum konum, börnum og gamalmennum voru sjálfir Palestínumenn sem voru kallaðir "Falangistar" og verða kristnum Palestínumönnum til ævarandi skammar - því miður, því ég á nokkra palestínska vini, bæði Íslamista og Kristna.  Þeir voru hinir mætustu menn og miklir vinir mínir og félagar sín á milli - en þetta var fyrir upphaf borgarastyrjaldarinnar í Líbanon, tíminn þegar höfuðborg Líbanon;: Beirút, kölluð "Sviss" mið-austurlanda.

Við megum ekki telja Íslam/Múhameðstrú sem vandamáli í Asíu.  Vandamálið er sérstaklega í Evrópu og er að byrja í Bandaríkjunum, vegna sofandaháttar vestrænna landa sem kunna ekki að vernda menningu sína.  Að vísu á BNA enga menningu nema Hollíwood menninguna og tyggigúmmíið.

Kv. Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.7.2008 kl. 20:20

9 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég vil nú ekki gera lítið úr menningu Bandaríkjamanna, því þeir eiga hana í stórum stíl þótt hún standi ekki á jafn gömlum merg og evrópsk menning.  Þeir eiga til dæmis frábæra skóla sem ég og fleiri Íslendingar hafa fengið að njóta.  Ekki trúi ég því heldur að þeir (falangistar) sem réðust inn í flóttamannabúðirnar 1982 hafi upp til hópa verið Palestínumenn.  Það var Eli Hobeika alla vega ekki. Það hafa fyrst og fremst verið Líbanir, kristnir maronítar sem hafa verið við völd í þeim flokki, en maronítarnir eru upprunnir í sýrlensk-kaþólsku kirkjunni, en ekki í Palestínu.  Fluttust sumir í tímans rás til nágrannaríkisins Líbanon.

En sem betur fer hafa kristnir og múslimar meðal Araba oftar en ekki getað lifað í sátt og samlyndi.

Enn annað sem ég vildi koma að.  Lagos er höfuðborg Nígeríu, en Laos er landið sem þú átt við.

Bergþóra Jónsdóttir, 13.7.2008 kl. 20:51

10 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Æ Lagos er víst ekki höfuðborgin lengur.  En hún var það.

Bergþóra Jónsdóttir, 13.7.2008 kl. 20:57

11 identicon

Ísraelsmenn hafa þurft að sitja undir stöðugum hótunum Írana um gereyðingu  í mörg ár.  Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir því sama og eru kallaðir af Mamoud Ahmadi-Nejad, hinn mikli Satan. 

Þarf að bíða eftir því að þessi brjálæðingur komist yfir kjarnavopn og haldi heiminum í heljargreipum og komist yfir allar olíulindir við Persafóann.?

Hér er hin pólitíska tilskipun Íslams um heimsyfirráð:

Heimsyfirráð, imperialism.

Berjist þangað til allir dýrka Allah.

Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039. Og berjist (qaatiloohum) við þá þangað til að engin ringulreið, óregla  eða nauðung (skurðagoðadýrkun eða vantrú á Allah) ríkir lengur, og það ríkir réttlæti(Íslam og Sharía lög) og trú eingöngu  og allsstaðar á Allah;

Kóran 002:193 boðar það sama.

Því miður þá boðar Kóraninum að Múslímar  séu allra þjóða bestir og því ýtir hið pólitíska Íslam undir mikilmennskubrjálæði hjá Múslímum (sjá Kóran 002:142). Það er því erfitt að koma vitinu fyrir slíkt fólk með samningum.

Svo hvað er til ráða. Kann einhver góð ráð til að tjónka við Múslíma?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:46

12 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Skúli Skúlason; Það er alveg auðsætt að þú ert ekki vel lesinn í júðabókinni Gamla-Testamentinu.  Þeir frændur, Arabar og Gyðingar eru hvorutveggja "semítar" komnir af Abraham forföður þeirra.  Gamla-Testamentið tuðar á því inn og út að Gyðingar séu allra þjóða bestir og mestir og séu "Guðs útvalda þjóð", hvað varst þú aftur að segja um Kóraninn.  Að hann boði: ".....að Múslímar séu allra þjóða bestir" ???   Skúli minn, þú þarft að passa þig á að vera ekki alltaf að skjóta þig í fótinn, það gæti verið lífshættulegt, sérstaklega þegar þú er alltaf með hann fastan uppi í munninum á þér.

Kveðja, Björn bóndi

Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 18:56

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Einar Einarsson;  Þú ert við sama heygarðshornið.  Þú svarar ekki beinni spurningu nema með útúrsnúningum.  Nú erum við að tala um mið-austurlönd; finnst þér sanngjarnt að ef Íranir leggja allt sitt kjarnorkubrölt á hilluna, að Ísraelar geri slíkt hið sama?

Svar: eða NEI nægir.

___

Smá mannkynssögu kennslustund;  Vissir þú Einar, að það munaði einu (1) atkvæði í öldungadeild Bandaríkjaþings, þegar greidd voru atkvæði um það hvort tungumálið enska eða þýska skyldi tekið upp sem opinbert tungumál Bandaríkjanna?

Hað er svo slæmt við þýsku?

Reyndu svo að svara einfaldri spurningu í næstu færslu.

Kveðja, Björn bóndi. 

Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 19:05

14 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Bergþóra! Þarna tókst þú mig gjörsamlega í bólinu (sagnfræðilega og landafræðilega).  Mér er ljúft að fá að læra ný atriði í úr sögunni og leiðrétta sagnfræðilega kompásinn minn.

Hitt er svo annað mál, að ég var einmitt með þetta í kollinum Laos/Lagos og veðjaði vitlaust.

En þetta er víst eðlisfræðilega mannlegt!

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband