29.3.2006 | 13:38
Vorfiðringur
Meðan ég lá í flensu um daginn lét ég útvega mér alla mögulega og ómögulega ferðapésa - alla bæklinga sem hönd á festi svo framarlega sem á þeim var mynd af sól.
Margur, og víst það maklegt er mjög þessum skálkum formælir
mjög þessum skálkum formælir
Það er ekki bara rímið sem er undarlegt - heldur líka að áhersla skuli sett á lokaatkvæði orðsins formælir. En hvað um það, sennilega hefur Hallgrímur Pétursson ekki verið mjög músíkalskur maður, þótt hann hafi verið margra maki að guðlegu andríki. Eftir nokkur ár verð ég örugglega ekki bara búin að fyrirgefa Hallgrími, heldur líka hætt að taka eftir þessu og láta það pirra mig inn við beinið.
En það er vorið. Nú er vorlyktin komin - þessi næstum erótíska lykt af frjórri mold sem er meir en tilbúin til að taka við sáðmönnum vorsins, sem lúra á hnjám sér í beðum og runnum með bleika gúmmíhanska og klórur; krafsa burt eftirhreytur vetrarins og gera allt klárt fyrir það að blóm og runnar geti skartað sínu fegursta þegar þar að kemur og sírenurnar fari að ilma. Þær gera það nefnilega líka á Íslandi, rétt eins og í útlöndum. Mikið hlakka ég til. Vorið er alveg að koma, ég hef það á tilfinningunni að þetta gerist bara núna alveg næstu daga. Vitið til.
En þótt mér þyki alltaf best heima og sumarið hvergi eins unaðslegt og hér er ég loksins að komast á þann aldur, að mig langar að upplifa það einhvers staðar annars staðar líka. Ég hélt lengi að útþráin tilheyrði bara unga fólkinu, en það er þá sennilega eitthvað bogið við mig, því mér finnst þessi þrá vaxa með aldrinum. Ég hef tekið eftir því nokkur síðustu ár, að um leið og þetta dásamlega vor fer að gera vart við sig langar mig í enn meira vor - enn meira sumar. Meðan ég lá í flensu um daginn lét ég útvega mér alla mögulega og ómögulega ferðapésa - alla bæklinga sem hönd á festi svo framarlega sem á þeim var mynd af sól. Pésana svalg ég í mig af áfergju og reyndi að finna draumum mínum um mikið sumar farveg í tilhugsun um pakkaferðir, borgarferðir, sveitaferðir og sérferðir. Ég fann ekki alveg það sem mig langaði mest í. Ég held að það sem mig langar í sé kytra fyrir mig og mína hjá óþekktum bónda suður í Úmbríu. Þessi bóndi ræktar ólífur, epli og vín og er með svolítinn sundlaugarpoll í garðinum, þar sem ég get látið sólina smjúga í merg og bein milli þess sem ég skoða mikilfenglegar menningarminjar og teyga í mig stemningu ítalskra miðaldaborga. Ég veit annars ekkert um þetta - hégómlegir draumar. Það er verra að það er orðið svo erfitt að komast í burtu. Það kostar of fjár að heimsækja aðrar þjóðir, og eftir að flugfélagið Go treystir sér ekki lengur til að bera okkur í burtu á skikkanlegum prís þverr vonin um að komast einhvern tíma til bóndans góða, ekki síst ef fargjaldið fyrir einn kostar hátt í sjötíu þúsund krónur. Þegar ég var að huga að málsháttum í páskaeggin sem ég ætla kannski að búa til ef ég nenni rakst ég alveg óvart í Hávamál:
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
Mér fannst þetta vísbending - já næstum sönnun þess að mér væri ætlað að komast út í sumar; hér væru vitsmunir mínir í húfi. Í gær var vorfiðringurinn alveg að fara með mig, en dvínandi von um að ég fengi nokkurn tíma að sjá eplin í Úmbríu skyggðu óþægilega á ólgandi vorþrána. Ætl'ann fari ekki bara að snjóa.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Viðhorf, birt í Morgunblaðinu 27. mars, 2002
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.