29.3.2006 | 13:40
Vinir í veruleikanum
Það virtist unglingnum fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að Phoebe Buffay ætti heima með öðrum stórmennum sögunnar.
Þetta atvik hefur einnig orðið til þess að vekja mig til umhugsunar um það hvaða augum börn og unglingar líta raunveruleikann, og skilin milli hans og þess sem er skáldað. Hvaða augum líta börnin okkar til dæmis hörmungarfréttir frá stríðsátökum í Palestínu sem þau upplifa gegnum sama sjónvarp og hefur skapað Phoebe Buffay? Gera þau sér grein fyrir mörkunum?
Þessu getur orðið erfitt að svara. Vissulega má reikna með því að flestir fjórtán ára krakkar þekki vel þessi skil, en reyndin er nú samt sú að hinn skáldaði veruleiki, sem þau horfast í augu við daglega í gegnum fjölmiðla, bíó og upplýsingamiðla, stendur þeim á margan hátt nær en hinn sanni, og ugglaust eru áhrif hans ekki síður mikil en þess sem gerist í alvörunni. Þáttaröðin um Vini er græskulaust gaman og vissulega vel gert, þótt margt megi að henni finna, eins og það að Vinirnir skuli nánast aldrei þurfa að hafa samskipti við fólk af öðrum kynþætti en þeim hvíta. En kynslóðin sem á Vini að sínum einkavinum, þekkir Malcolm í miðjunni jafnvel og bekkjarsystkin sín og prísar sig sæla að eiga ekki Frasier að pabba, verður ekki eins og þær sem á undan fara.
Ég spyr mig hvaða vegarnesti þessi kynslóð fer með út í lífið. Það sem mestan ugg vekur, er það hversu einlit og einhliða sú unglingamenning er sem þau alast upp við. Amerískir sjónvarpsþættir eru fyrirferðarmiklir á öllum sjónvarpsstöðvum, Ríkisútvarpinu ekki síður en þeim einkareknu. Hvaða möguleika á barnið mitt á því að kynnast einhverju öðru? Fá, ef satt skal segja. Það má að vísu af og til sjá enska og ástralska sjónvarpsþætti sem höfða til unglinga, en varla eru það mikil frávik frá því flóði sem hingað berst frá Ameríku. Ég óttast það að íslenskir krakkar eigi það á hættu að verða jafneinsýnir og einsleitir og þeir amerísku krakkar sem þau eiga að vinum gegnum fjölmiðla. Hvernig getur annað orðið ef þau fá ekki tækifæri til að kynnast öðru? Ætla mætti að hvergi væri búið til afþreyingarefni fyrir krakka annars staðar en í Ameríku. Við vitum þó betur og hvílíkur hvalreki að fá af og til myndir eins og Fucking Åmål, þar sem fjallað var um líf unglingsstúlkna af miklu raunsæi, en um leið á auðskilinn hátt sem höfðaði sterkt til krakka. Þar fundu krakkar platraunveruleika sem þau gátu samsamað sig við og krakka sem líktust þeim. En þetta gerist því miður allt of sjaldan. Amerísk beib og ofurtöffarar lifa í veröld þar sem ekki er talað um tilfinningar sem geta stundum verið sárar og erfiðar. Þar eru krakkar ekki að takast á við spurningar sem blasa við í lífi raunverulegra unglinga. Malcolm í miðið er svo erfiður foreldrum sínum af því að hann er svo ofboðslega gáfaður! Það er hans byrði. Phoebe Buffay er munaðarlaus og ólst upp á götunni, en annars gengur henni allt í haginn - hún er líka bæði svo sæt og fyndin. Krakkarnir í Two Guys and a Girl eru yfirborðsleg og vandamál þeirra svo fáfengileg að venjulegt fólk hlýtur að spyrja sig hvernig það sé hægt að gera þætti um fólk sem er svo fullkomið. Heillanornirnar eru að vísu munaðarlausar, en þær eru bæði svo sætar og fínar og eiga sæta kærasta og eru ofan á allt göldróttar, að auðvitað gengur þeim allt í haginn. Allt er svo skínandi fínt, ljómandi gott, dæmalaust auðvelt og svo ofboðslega skemmtilegt, að það er kannski ekki að undra þrátt fyrir allt að venjulegir íslenskir krakkar vilji gangast þessum heimi á hönd.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Viðhorf, birt í Morgunblaðinu 10. apríl, 2002.
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.