29.3.2006 | 13:46
Smiðir gæfunnar
Slíkt fólk telur sig sjálfsagt vera að standa vörð um völundarsmíð eigin gæfu; - ógæfa þess sé fólgin í því að þurfa að horfa á þá sem áttu hvorki nagla né hamar.
Tilvist sjúkdóma er einfaldasta svarið við títtnefndum málshætti. Þeir sem þá fá eiga það á hættu að missa stjórn á örlögum sínum. Utanaðkomandi og algjörlega óviðráðanlegar aðstæður setja strik í lífsreikninginn og gæfusmiðinn vantar nagla. Flestir njóta þess þó að við búum við ágætt atlæti í heilsugæslumálum og oft er hægt að hjálpa fólki við að komast á réttan kjöl. En það er ekki alltaf. Sumir deyja, og svo eru það aðrir sem eru veikir, en þeim er ekki sinnt sem skyldi. Þeir sem fá geðsjúkdóma eru öðrum fremur í hættu, vegna þess að þeim er ekki alltaf sjálfrátt og þeir eru jafnvel ekki færir um að leita sér hjálpar. Það sem verra er það að þau úrræði sem þarf til að hjálpa því fólki eru ekki alltaf til staðar. Fárveikt fólk hrekst um samfélagið bjargarlaust án þess að það þyki tiltökumál, meðan ekkert skelfilegt gerist. Flýtur meðan ekki sekkur. Þó sökkva skipin enn í dag.
Allra verst er þó hve samfélagið er fljótt til hræsni, þótt vafalaust myndu engir játa á sig aðspurðir þá skömm að vera haldnir fordómum. Á síðustu árum hafa komið upp að minnsta kosti þrjú tilfelli sem ég man eftir í fljótu bragði, þar sem íbúar í húsum og jafnvel heilum hverfum hafa tekið sig saman um að mótmæla því að geðsjúkir fengju að setjast þar að. Slíkt fólk telur sig sjálfsagt vera að standa vörð um völundarsmíð eigin gæfu; ógæfa þess sé fólgin í því að þurfa að horfa á þá sem áttu hvorki nagla né hamar. Viðhorf af þessum toga leynast víðar. Enn heyrast raddir um að samkynhneigðir eigi að hrista af sér vitleysuna; - naglhreinsa af sér "ógæfuna", jafnvel á opinberum vettvangi. Það er óskiljanlegt að Alþingi Íslendinga skuli ekki hafa treyst sér til þess að samþykkja það að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn svokallaðri frumættleiðingu. Hví mega þeir ekki smíða sér þá gæfu sem þeir eiga þó alltént efnivið í?...Þeir teljast jú hæfir til að ala upp sín eigin börn.
Fátækt er nú sögð landlæg á Íslandi og í hverri viku heyrum við fréttir af neyð fólks sem leitar til hjálparstofnana eftir hjálp með sárustu nauðþurftir. Þarf þetta að vera svona?
Hver er sinnar gæfu smiður, segjum við og lítum undan meðan allsendis allslaus börn hrúgast upp á götum fjarlægra stórborga. Hvaða gæfusmíðar bíða þeirra? Við vonum líka að þessi árans stríð öll fari nú að líða hjá svo við þurfum ekki að horfa upp á grátandi konur í rykmettuðum rústum eigin gæfu.
Einhvers staðar hefur okkur orðið á, og einhvers staðar höfum við misst sjónar á því að gæfan er engum vís. Við höfum það hins vegar í hendi okkar að standa þannig að málum að þeir sem standa höllum fæti geti notið þeirrar gæfu að þeim sé rétt hjálparhönd. Það yrði um leið gæfa okkar hinna. Við höfum kannski ekki öll ráð stóra heimsins í okkar höndum. En hér í okkar litla landi þarf það að vera metnaður okkar allra að allir fái að njóta síns besta. Frelsi einstaklingsins til að njóta mannsæmandi lífs, hlýtur að vera sameiginlegt markmið og ábyrgð allra um leið. Stundum óttast ég þó að vilji fyrir því sé ekki nægur, og hræðist það að skilningur á því sé dvínandi. Um það vitnar sá veruleiki að margir þeir sem raunverulega eru hjálpar þurfi skuli komast í þrot áður en gæfuþjóðin hamingjusama áttar sig á því.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Viðhorf, birt í Morgunblaðinu 8. maí, 2002.
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.