29.3.2006 | 13:48
Listahátíð í tónlistarhúsi 2008?
"Í guðanna bænum, byggið ykkur tónlistarhús, maður heyrir ekkert í sjálfum sér á sviðinu!" sagði söngkonan.
Þannig hefur jú reyndin verið. Fyrstu kynni mín af Listahátíð voru sem laumufarþegi á Led Zeppelin tónleika fyrir guð má vita hvað mörgum árum. Aldrei hafði maður heyrt annað eins. Blöðin full af fréttum um öll tonnin af græjum sem fylgdu þessum eðalrokkurum; en þær mögnuðu lýsingar komust ekki í hálfkvisti við upplifunina af því ótrúlega sándi sem hljómsveitin framkallaði.
Seinna komu Margaret Price, Oscar Peterson, Pavarotti, Benny Goodman, Grace Bumbry, Égveníj Kissin, Þjóðarballett Ghana, Victoria Chaplin, Galina Gorchakova og fleiri og fleiri sem skildu eftir sig yndislegar endurminningar og upplifun sem enn býr í sálinni, löngu seinna. Það er lítilli þjóð ómetanlegt að eiga þess kost, þótt ekki sé nema annað hvert ár að fá tækifæri til að heyra og sjá svo stórkostlega listamenn. Þetta tækifæri hefur Listahátíð gefið okkur. Auðvitað kemur heimsmenningin til okkar á öðrum tímum líka, og maður man líka eftir vondum tónleikum á Listahátíð. En það sem uppúr stendur er þessi veisla, sem maður veit að kemur með vorið annað hvert ár; veisla þar sem maður veit að allra ráða er freistað til að færa okkur ekkert minna en það allra besta.
Ég man eftir því einhvern tíma að hafa heyrt fólk tala um að það væri peningasóun að halda Listahátíð. Nær væri að eyða sjóðum samfélagsins í eitthvað "gagnlegra". Ég hef ekki heyrt þessar raddir lengi. Sennilega hefur það viðhorf orðið ofaná að það sé þjóðinni einmitt gagnlegt að eiga þetta athvarf og þessa hlutdeild í heimsmenningunni; þar sem við getum bæði notið og mælt okkar menningu í ljósi heimsins handan hafsins. Íslenskir listamenn hafa alltaf fengið tækifæri til að koma fram á Listahátíð og það er nauðsynlegt að svo verði áfram. Sú nýlunda að efnt sé til samstarfs íslenskra og erlendra listamanna í samstarfi Listahátíðar í Reykjavík og annarra listahátíða hlýtur að vera íslenskum listamönnum og íslenskri menningu yfirleitt, afar mikilvæg. Þar hefur Listahátíð fundið sér nýtt og verðugt viðfangsefni sem miklar vonir hljóta að verða bundnar við. Enn eitt sem gefur Listahátíð ótvírætt gildi er viðleitnin til að höfða til margra, og bjóða upp á atriði sprottin úr alþýðumenningu og list götunnar, allt frá Els Comediants á fyrstu árum Listahátíðar til Mobile Homme nú.
Eftir tónleika June Anderson í fyrradag fannst mér ég knúin að þakka henni fyrir stórkostlega tónleika; við höfðum talað saman áður, og ég vildi líka þakka henni fyrir þann tíma sem hún gaf sér í það. Það kom mér á óvart og þó ekki að fyrstu athugasemdir hennar um tónleikana skyldu vera þær að hún hefði ekkert heyrt í sjálfri sér. Söngur hennar hafði skilað sér vel út í salinn, allt frá veikasta veiku til þess mikla dramatíska krafts sem í rödd hennar býr. "Í guðanna bænum, byggið ykkur tónlistarhús, maður heyrir ekkert í sjálfum sér á sviðinu!" sagði söngkonan. Hmm, já, það er nú víst á leiðinni, og svo kom æpandi þögn. June Andersson var mjög ánægð með móttökurnar sem hún fékk og viðtökur tónleikagesta sem klöppuðu hana upp með mikilli tilfinningu og bravóhrópum. En hún heyrði illa í sjálfri sér og skal engan undra í húsi sem er ekki hannað með hljómburð í huga. Óneitanlega er það sárt að geta ekki boðið miklum listamönnum upp á það besta, og stundum undrast maður það hreinlega hve þó margir þeirra hafa komið hingað þrátt fyrir afleitan hljómburðinn í Háskólabíói. Erling Blöndal Bengtsson sagði í heimsókn sinni hingað um daginn, að það væru yndislegir hlustendur á Íslandi sem bættu þetta upp.
June Anderson var stórkostleg þrátt fyrir Háskólabíó, og sú hefur líka verið raunin með fjölmarga aðra listamenn íslenska og erlenda sem þar hafa komið fram. Þetta ástand býr Sinfóníuhljómsveit Íslands enn við illu heilli.
Væntingarnar sem bundnar eru nýju tónlistarhúsi eru miklar. Þar verður ekkert til sparað að hljómburður verði eins og hann bestur getur orðið, eins og ráðamenn hafa margítrekað, og aðstaða fyrir listamenn og gesti eins og best verður á kosið. Það á þessi þjóð sem heldur úti jafn öflugu menningarlífi og raun ber vitni sannarlega skilið. Þetta er metnaðarmál sem farið er að snúast um virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Meðan Listahátíð í Reykjavík hefur margeflst að kröftum, getur hún enn ekki boðið betur þegar um stærri listviðburði er að ræða. Ákvörðun um tónlistarhús er í höfn, og kominn tími til að bretta upp ermar. Það er bjartsýni að reikna með því að Listahátíð hafi aðgang að tónlistarhúsi vorið 2006, en 2008 er raunhæft ártal. Það er mikið tilhökkunarefni að njóta afreka íslenskra og útlendra listamanna við þær aðstæður sem þar verða.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Viðhorf, birt í Morgunblaðinu 22. maí, 2002
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.