23.1.2009 | 15:37
Skammastu þín Hörður!
Þú ert meira fífl en ég ímyndaði mér ef þú heldur að forsætisráðherra geti falið veikindi af þessum toga fyrir þjóðinni. Og þú ert meira fífl en ég ímyndaði mér ef þú hefur ekki meiri manndóm til að bera en að þurfa að láta svona eitruð ummæli frá þér. Hvernig ætlar þú að réttlæta meinfýsnina í garð Geirs gagnvart mér og öðrum þeim sem hafa komið með frið og kærleik í hjarta til að mótmæla? Geir ber vissulega sína ábyrgð á ástandinu og mótmælin munu halda áfram, en það er hrein illkvittni af þér að atyrða hann fyrir veikindi sem hann ræður ekki við. Sýndu nú af þér sómatilfinningu og hættu að bulla fyrir hönd okkar hinna. Nú er kominn tími til að ÞÚ segir af þér og sitjir heima á morgun meðan við hin höldum áfram að mótmæla í friði og spekt.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er:
Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Athugasemdir
Já, Bergþóra, ekki seinna en nú kom að því, að Hörður Torfason þurfi að segja af sér. Mótmælendur hafa sýnt það á síðustu dögum, að einnig þeir geta siðvætt sinn hóp, og þá hljóta Raddir fólksins að geta það líka.
Jón Valur Jensson, 23.1.2009 kl. 15:44
Er ekki rétt að gæta orða sinna og sjá hvort út úr ummælunum hafi verið snúið. Ég hef séð sömu ummæli hans um að byltingin sé ekki búin orðuð á hlutlausan hátt og ekki úr þeim snúið að sjá.
Verst er að við stöndum í sömu sporum. Ekkert hefur gerst og ríkistjórnin er enn vanæhf.
Kristján Logason, 23.1.2009 kl. 17:20
Kristján
Upptakan að viðtalinu er á mbl.is. Þetta er það sem Hörður sagði.
Bergþóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:33
Sæl Bergþóra og gleðilegt ár.
Mér fannst Hörður ansi lágkúrulegur með þessum orðum sínum.
Bestu kveðjur.
Jens Sigurjónsson, 23.1.2009 kl. 19:36
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:21
Kristján
Ekki snúa baráttunni upp í eitthvað annað en það sem hún er. Geir Haarde verður ekkert betri stjórnmálamaður fyrir það að verða veikur, og ríkisstjórnin VERÐUR að fara frá! Það er enginn að segja annað. Það þarf að henda út fúnu drasli, seðlabankastjórn og fjármálaeftirlitsstjórn eru þar á meðal. Þeir sem ábyrgð eiga þurfa að axla hana. Það breytir þó ekki því að það er líka til eitthvað sem heitir kærleikur og manngæska. Í mínum huga er náungakærleikurinn númer eitt. Við eigum að vera góð hvert við annað en þurfum ekki á sama tíma að vera sammála. Ef t.d. bankastjórarnir og útrásarvíkingapakkið hefði haft snefil af sómatilfinningu og manngæsku til að bera, værum við ekki í þessari stöðu. Það að forsprakki mótmælanna skuli sýna af sér nákvæmlega sama dómgreindarleysi og mannfyrirlitningu er ekki gott. Það er ekki sú framtíð sem ég og fleiri viljum. Við eigum að vera góð hvert við annað, og eigum að geta tekist á um skoðanir og pólitíska stefnu án þess að leggja hatur á hvert annað. Þess vegna finnst mér að Hörður Torfason ætti sjálfur að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar. Hann yrði meiri maður að því.
Sjáumst í stríðinu
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Bergþóra Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:28
Hérna var ég alveg sammála tér Bergtóra .Hördur badst afsökunnar og er tad líka hid besta mál.
kvedja frá Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.