Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Firring

Að senda undirmenn sína í leiðangur til að leita að barni til ættleiðingar finnst mér vægast sagt ógeðfellt.  Ef þetta væri henni hjartans mál, þá færi hún sjálf, og tæki það barn sem í mestri neyð er, en léti ekki sortera úr "réttu" börnin, - sennilega mestu krúttin þá, eða hvað?  Þetta er eins og að fara út í búð með innkaupalista sem á stendur 100 gr. hakk, 1 stk barn, 3 epli. 2 l. mjólk.

Er þetta nokkuð skárra en mansal? 


mbl.is Madonna leitar að prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun? Nei!

Ég get ekki annað en undrast fréttaflutning á visir.is af leikritinu sem Reynir Traustason og Jón Trausti sonur hans spinna nú um meinta "ritskoðun" Jóns Helga Guðmundssonar í Byko á tímariti þeirra Ísafold og hafa með þokkalegum árangri dregið Blaðamannafélag Íslands inn í.

Í fyrsta lagi er augljóst að með því að nota orðið "ritskoðun" eru þeir feðgar að væna Jón Helga um að vilja hafa áhrif á ritstjórnarstefnu Ísafoldar.  Það hefur hann ekki gert.  Það sem hann hefur hins vegar gert er að neita að selja tímarítið í verslunum sínum, - það er annað mál, og þar er hann í fullkomnum rétti sem eigandi.  Hafi Jón Helgi gert samning um að dreifa tímaritinu, kann að vera um brot á dreifingarsamningi að ræða, en það er blekking að tala um það sem ritskoðun. 

Ef Ísafold er svona fjandi gott blað, hlýtur fólk að kaupa það þar sem það fæst!

Mig grunar að reyndin sé hins vegar önnur.  Mig grunar að Ísafold standi höllum fæti vegna þess að hún sé hreinlega ekki gott tímarit.   Ef svo er, er það lúalegt og aumingjalegt bragð hjá feðgunum að kokka það upp að ástæðan liggi í ákvörðun Jóns Helga.  Betra að geta kennt honum um, en að horfast í augu við þá staðreynd að blaðið þeirra sé ekki nógu spennandi.

Ályktun Blaðamannafélagsins hlýtur að hafa verið samin í fljótræði - í það minnsta er hún ekki hugsuð til enda.  Það eru fleiri stórfyrirtæki á Íslandi sem hafa ákveðið að sniðganga ákveðna fjölmiðla á ýmsan hátt, og verið í rétti til þess, án þess að Blaðamannafélagið hafi séð ástæðu til að æmta. 

 

 


Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband