Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
15.1.2010 | 17:11
Bergmann Bergmann Bergmann
Hvers vegna má Bót ekki vera millinafn? Það eru mörg dæmi um það í íslenskum mannanöfnum að sama nafnið geti verið eiginnafn, millinafn og eftirnafn. Það vantar svo oft lógík í þessa úrskurði mannanafnanefndar.
Nafnið Bergmann er til dæmis til sem eiginnafn, millinafn og eftirnafn. Þannig væri tæknilega hægt að heita Bergmann Bergmann Bergmann.
Hér kemur glefsa úr gömlum pistli sem ég skrifaði um hlutverk mannanafnanefndar
Ég er ekki frá því að það ætti að breyta hlutverki mannanafnanefndar. Í stað þess að vera úrskurðarvald um hvað fólk "má" heita, ætti nefndin að vera til ráðgjafar um val á nöfnum - ekki bara á fólk, heldur líka - og kannski ekki síður, á fyrirtæki. Mér sýnist ekki veita af í þeirri grein. Enn bendi ég þó á nafn Betrunarhússins sem eins besta nafns á íslensku fyrirtæki. Betrunarhúsið er líkamsræktarstöð - nafnið svo fullkomlega við hæfi, og með sterk tengsl við sögu og hefð. Hvaða snillingur átti hugmyndina að þessari nafngift?
Nöfn fólks hafa svo miklu tilfinningalegra gildi fyrir þá sem gefa það og þá sem bera það en nöfn fyrirtækja - og ástæðurnar fyrir sérkennilegum mannanöfnum geta verið margar. Allir eiga ættingja með skrýtin nöfn, eða bera þau jafnvel sjálfir. Ég hef verið að velta fyrir mér nafninu Satanía, sem fékk ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar. Mannanafnanefnd styðst við fimm atriði í úrskurði um nöfn.
- Þau þurfa að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
- Þau mega ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
- Þau skulu rituð í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
- Þau mega ekki vera þannig að þau geti orðið þeim sem bera þau til ama.
- Stúlku má aðeins gefa kvenmannsnafn og dreng aðeins karlmannsnafn.
Þessar kröfur ætti nafnið Satanía allar að standast, en mig grunar - án þess að muna fyrir víst, að nafninu hafi verið hafnað á forsendu fjórða liðarins: að talið hafi verið að nafnið gæti orðið barninu sem átti að bera það, til ama. Ég er sannfærð um, að með því að gefa opinberri nefnd vald til að úrskurða um nöfn á þeim grunni hvað gæti hugsanlega valdið einhverjum ama, séu grundvallarmannréttindi brotin. Hvernig í ósköpunum á þetta fólk að vera þess umkomið að meta slíka hluti. Fjöldi fólks ber nöfn sem vísast er að einhverjum þætti ami af að bera. Hrappur og Ljótur eru prýðileg nöfn, en hafa neikvæða merkingu í hugum margra, jafnvel þótt ljótur geti líka þýtt bjartur. Yrði karlmannsnafninu Heiðinn hafnað, þótt Kristinn sé leyft? Ekki er víst að aðstandendur Sataníu séu kristnir. Varla er það kvenmyndin af Satan sem vefst fyrir nefndinni, þegar Erlar, Liljar, Annar og Fjólar eru allt gjaldgeng karlmannsnöfn.
Oftar en ekki finnst manni mannanafnanefnd á hálum ís í úrskurði sínum um nöfn sem engin ástæða ætti að vera til að hafna af málfræðilegum ástæðum eða á grundvelli íslensks ritháttar. Nýtt dæmi er Engifer. Hvað er það öðru vísi en Kristófer? Er það kryddjurtin sem fer fyrir brjóstið á mannanafnanefnd? Þarf jurtin að vera falleg, eins og sóley, til að megi nota hana sem mannsnafn? Varla snýst það um hvort plantan er æt, því bæði Hvönn og Fífill eru leyfileg mannanöfn.
Starfræksla mannanafnanefndar í núverandi mynd er á villigötum og reglur þær sem farið er eftir gætu vel stangast á við mannréttindaákvæði stjórnarskrár. Það yrði farsælla ef hún fengi það hlutverk að aðstoða fólk og fyrirtæki, gefa ráð, og sýna frumkvæði og hugmyndaauðgi í nýnefnum í stað þess að úrskurða um nöfn á afar hæpnum grunni.
Bót og Kelly hafnað sem millinöfnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2010 | 19:55
Léttir
4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas