Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Samúð?

Ósköp hef ég litla samúð með launakröfum flugvirkja og flugumferðarstjóra eins og staðan er í samfélaginu núna.  Biðraðir eftir matarhjálp og fólk með þokkalegustu laun að væla um meira.  Þetta er ekki taktískt.  Steingrímur þarf að tala við þetta fólk með tveimur hrútshornum svo það átti sig á því í hvaða samfélagi það er statt.  Þeir hafa þó vinnu, og það er meira en margur annar hefur.
mbl.is Sáttafundum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það þarf EKKERT að koma á óvart um staðsetningu snjóflóða í Siglufirði og dölunum innaf og í kringum fjörðinn.   Í manna minnum hafa snjóflóð fallið beggja vegna fjarðarins, fram í firði og utan fjarðarins, t.d. í Engidal þar sem fólkið hans afa fórst í flóði 12. apríl 1919. 

Til eru heimildir um að margir hafi farist í snjóflóði að mig minnir á 17. öld við Siglunes, þegar fólk var á leið til eða frá kirkju á jólanótt.

Í kaupstaðnum sjálfum hafa oft fallið snjóflóð.  Á sjöunda áratug síðustu aldar féll snjóflóð á hús við Fossveg og skemmdi mikið og mildi að ekki varð manntjón.  Fossvegur stendur í hlíðum Stráka og var þá efsta gatan í norðurhluta bæjarins.  Það var því furðulegt svo ekki sé meira sagt, þegar skipulagsyfirvöld í bænum ákváðu að byggja ofan við Fossveginn.  Það kalla ég að storka örlögunum, jafnvel þótt snjóflóðavarnir séu komnar til sögunnar í dag.  

Héðinsfjarðargöngin eru svo auðvitað á bandvitlausum stað og verst er eyðileggingin á þeim fallega eyðifirði sem Héðinsfjörður var.  Göngin hefðu átt að vera vestan við Hólshyrnu, í Hólsdal eins og Y í laginu og tengja Fljótin líka við þessa bæjarkjarna.  Það hefði réttlætt kostnaðinn, auk þess sem þá þyrfti ekki stöðugt að vera að bera grjót og möl í veginn inn á Almenningum sem virðist vera í frjálsu falli svo gott sem niðrí sjó. Að auki er Hólsdalur mun snjóléttari en Skútudalur. Þótt þeir sem byggi göngin viti það ekki, þá hafa margoft fallið snjóflóð í Skútudal.  

Annars er auðvitað hvergi yndislegra en á Siglufirði.  Smile

 

 

 


mbl.is Lítið snjóflóð við Siglufjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband