Páskaundirbúningur

Páskaegg

Ţađ er föstudagurinn langi, og hér gengur lífiđ sinn vana gang, enda koma grískir páskar ekki fyrr en eftir viku.  Ţó er óhćtt ađ segja ađ allt sé á fullu viđ páskaundirbúining, wúííííííí, pling, plang, plong.... hó hó er ađ koma gamlárskvöld? Nei, ţađ eru ađ koma páskar, grískir páskar og ţeir eru engin venjuleg hátíđ.  Dimitri er búinn ađ upplýsa mig um ţađ ađ um nćstu helgi megi ég ekki gera neitt annađ en ađ vera grísk og taka ţátt í öllu sem hér gerist.  Og ţađ sem gerast mun, er ţađ, ađ á miđnćtti, laugardagskvöld fyrir páska, tjúllast allt í sprengingum og flugeldum, bombum og blístrum, og ađallega, - já, ađallega viđ kirkjurnar.  Prestarnir, sem eru margir hér, eru sprengjukóngar, en allir sem vettlingi geta valdiđ sprengja líka.  Eftir sprengingar byrjar svo páskadjammiđ, en best mun ţó vera ađ fara í fyrra fallinu í háttinn, ţví á páskadagsmorgun fara allir til messu.  Ţađ ćtla ég líka ađ gera. Strax eftir messu fara allir niđur á strönd, grillin eru rćst og lömbunum, sem búiđ er ađ bađa í kryddjurtum og himneskri ólífuolíu í marga daga, komiđ fyrir á teini, og byrjađ ađ elda.  Á međan lambiđ snýst eins og tungl yfir heitri glóđinni er svo sungiđ, dansađ og drukkiđ - allir saman - allir - og allir dansa, skiptast á vínsopum og bragđa svo matinn hver hjá öđrum.

Ég get ekki sagt annađ en ađ ég hlakki til páskanna í ár.

Búđirnar eru fullar af páskaglingri og líka páskaeggjum.  Hér eru ţađ bakaríin sem keppast um ađ vera međ flottustu eggin - og ţau eru öll risastór, og páskakerti eru fyrirbćri sem allir eru ađ skođa.  Ţađ eru bara venjuleg kerti, skreytt međ einhverju glingri, en greinilega ómissandi í hátíđahöldunum. 

En ţađ er eins og heima um jólin, - mesta fúttiđ í undirbúningnum er hjá sprengjumönnunum, - snáđum á öllum aldri, sem geta ekki beđiđ međ ađ sjá hvort flugeldarnir virka.  Og ţeir láta sig hafa ţađ ađ skjóta ţeim á loft úr húsasundum, jafnvel ţótt ţađ sé heiđríkur og sólbjartur dagur.  Kettir og eđlur stökkva á flótta undan látunum, og gaurarnir fyllast kappi og sprengjumóđ.  Skyldi ţá langa til ađ verđa prestar? 

 Beggaki


Kirkjan

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

djí vá spennandi páskar framundan hjá ţér , kannski mađur ákveđi bara ađ vera í grikklandi á nćsta ári hehe:D .. ég er stödd í ameríku og hér er ţađ bara: páskar hvađ??

hafđu ţađ gott ţarna úti :D :D

Sigrún, 14.4.2006 kl. 12:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband