Blúskveðja

Dóri og Deitra

Ég fékk himneska kveðju að heiman í dag.  Síminn hringdi, Deitra Farr að senda mér kveðju yfir höf og lönd úr Fríkirkjunni í Reykjavík.  Hún söng fyrir mig Nobody Knows...  þvílík kveðja - og blúsmenn Íslands spiluðu með.  Það verður greinilega mikil stemmning á tónleikunum þar í kvöld.  Það er nú meiri snilldin hvað Blúshátíðin hefur gengið vel hjá Dóra, og hugurinn verður örugglega heima í kvöld þegar Deitra og hinar blúsdrottningarnar, vinkonur hennar, Grana Louise og Zora Young, og Mississippi blúsarinn sem Dóri kallar Krúttland Jackson, en heitir Fruteland Jackson syngja sálma amerískra blökkumanna.  Þið eigið bara gott þarna heima, að þurfa ekki að missa af þessum tónleikum.  Á föstudaginn langa á hátíðinni í fyrra sungu Andrea okkar og Deitra með blúsköllunum, og það eru með eftirminnilegustu tónleikum sem ég hef farið á. 

Begga


Zora Young
Dívurnar þrjár og Vinir Dóra
Deitra og Gummi
Grana' Louise
Dóri og Grana'

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband