Miðvikudagur, 19. apríl 2006
Frændi minn
Það var ekki löng bið eftir því að litla krílið hennar Siggu systur kæmi í heiminn. Þetta gerðist hratt og örugglega og stór og pattaralegur snáði heilsaði foreldrum sínum fyrir miðnætti 18. apríl. Ég samgleðst henni systur minni svo innilega, og nú finnst mér erfitt að vera ekki heima. Kannski að ég sé bara búin að þrá þetta barn hennar meira en hún sjálf. Varla - en víst er að það verður baðað í ást og umhyggju alla sína daga, og faðirinn, minn elskulegi mágur, Þórir Bragason, er efni í súperpabba. Nú bíð ég bara eftir mynd af kútnum, - býst fastlega við því að hann sé nauðalíkur mér.
Begga
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.