Leita í fréttum mbl.is

Brauðbakstur

Eftirfarandi skrifaði ég um daginn á Facebook:

"Bergþóra Jónsdótt hugsar um allt góða íslenska byggið og hveitið frá Þorvaldseyri sem hefur farið í brauðbakstur á heimilinu síðustu misserin og vonar að undir jöklinum þrífist áfram bleikir akrar og slegin tún, þrátt fyrir hamfarirnar núna."

Manni þótti það ótrúlegt þegar hægt var að kaupa í fyrsta sinn alíslenskt kornmeti til brauðgerðar. Svo kom það ánægjulega í ljós, að þetta var gæðavara sem gerði allt brauð miklu betra.   Það yrði synd ef kornræktin leggðist af, og ég vona að til þess komi ekki.  Brauð með venjulegu útlendu verksmiðjuhveiti er ekki það sama og brauð sem bætt er með þessu bragðmikla og kjarngóða íslenska korni.  Ég óska bændum eystra alls hins besta og vona að þetta fari allt vel. 


mbl.is Gerir hlé á ræktun og búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband