Leita í fréttum mbl.is

Kæra Siv og þið hin

  • Hvernig þætti þér að vakna  við það að í stað hægri handleggs þíns værirðu kominn með handlegg mannsins í næsta húsi, og þyrftir að vera þannig það sem eftir er?

 

  • Hvernig þætti þér að að komast ekki í klippingu nema gegn því að skila vottorði frá geðlækni um að þú þurfir á klippingunni að halda til að rjúfa félagslega einangrun þína? 

 

  • Hvernig þætti þér ef þú misstir framtönn, að fá bleika plasttönn, af því að þú ert ekki nægilega félagslega einangruð manneskja til að mega fá tönnina sem passar við þínar tennur?

 

  • Hvernig þætti þér ef þú misstir útlim, að þurfa að koma með vottorð árlega til Tryggingastofnunar til sönnunar þess að örorka þín hafi ekki breyst - með öðrum orðum að ekki hafi vaxið á þig nýr útlimur?

Er að undra að viðhorf til öryrkja séu blendin, þegar heilbrigðisyfirvöld ganga á undan með slíkri niðurlægingu í garð fólks sem þarf á hjálp að halda?

Ég hvet ykkur til að lesa viðtal við Sigríði systur mína á miðopnu Morgunblaðsins í dag, sem er tilefni forsíðufréttar blaðsins, og hugsa málið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég las viðtalið við systur þína og ég tek heilshugar undir með ykkur systrum. Ég átti sjálfur son sem þurfti að fjarlægja af handlegg rétt uppundir öxl vegna veikinda. Reyndar er hann látinn núna. En stoðtækjafræðingurinn hans var öll af vilja gerð til að hjálpa honum og mælti nú ekki með rafmagnshandlegg heldur fékk hann sjálfsagt þennan klassíska sem næst húðlitaða gerfihandlegg og hönd. Hefði hann lifað lengur hefði hann sjálfsagt reynt að sækjast eftir betri handlegg og þá sennilega lent í þessum sporum að þurfa vottorð frá geðlækni eða sálfræðingi. En ég er ánægður að þið skulið vekja athygli á þessu. Baráttukveðjur.

Gísli Sigurðsson, 10.2.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta var fínt viðtal við hana systur þína og þetta með vottorðið til að rjúfa félagslega einangrun er náttúrulega brandari - bara ekki fyndinn brandari.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.2.2007 kl. 07:06

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæl Begga!

Þetta var þrælgott blogg hjá þér. Sjálfur hef ég víst oft minnst á þetta enda þekki ég það af eigin raun. Ég er vo óheppinn að annar fóturinn á mér er miklu styttri en hinn. Til þess að TR taki þátt í kostnaði við innlegg (ég hef komist af með þau), þarf ég að fara til læknis og fá árlega vottorð sem síðan eru ásamt umsókn lögð fyrir hjálpartækjanefnd. Maður þarf semsagt vottorð um að löppin hafi ekki lengst síðan í fyrra. Ég hef ekki gert þetta í mörg ár og bara borgað þetta sjálfur. Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að til þess séu refirnir skornir!

Kveðja! 

Sigurður G. Tómasson, 15.2.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband