13.4.2007 | 19:09
Á Jótlandi
Mikið er hún Danmörk dejlig. Ég er búin að komast að því hvað það er sem er rotið hér í ríki Margrétar Þórhildar. Það er gróðurinn frá í fyrra sem nú á í vök að verjast fyrir nýja lífinu sem vill upp - upp úr moldinni, upp úr iðrum gaiu, skríða upp trén, búa til laufþök, búa til knúppa, skrifa ilm í andrúmsloftið. Fortíðin liggur hér út um allt úldin og rotin, lufsast um í vorgolunni í formi löngu dauðra laufblaða og gránaðs spreks. Þetta var tvísýnt í gær, en ég held að nýja sumarið hafi náð vinningnum í dag. Út um allt er ilmur af liljum og gardeníum, nýbrumuðum grátvíði og litlu hvítu blómunum á sumum trjánum hérna. Þetta ER dejligt.
Ég er ekki eins ánægð með fuglana hérna. Sumir eru jú prýðilegustu söngfuglar, sérstaklega finkan sem er eins og dvergvaxin maríuerla í útliti og býr í trénu fyrir utan gluggann hennar dóttlu minnar. En það eru þessir sem eru eins og bilaðar blokkflautur í óðs barns höndum, sem eru skelfilegir. Einn þeirra býr í sama tré og maríuerlingurinn og kæfir hans fagra söng með skerandi þríund sem hann endurtekur í sífellu í hroðalegu offorsi. Það getur ekki verið að Schubert hafi nokkurn tíma heyrt í þessum furðufugli eins og hann elskaði þetta tónbil. Það hljóta að hafa verið einhverjr saxneskir fagurgalar og gullingaukar sem kveiktu á þríundum Schuberts.
Ég er í gulum kastala, ekki langt frá Frederecia, sem er dejligt þorp. Sennilega bær. Fredericia stærir sig af því að þangað séu allir velkomnir og að svo hafi verið lengi. Það er meir að segja greypt í stétt aðalgötunnar í bænum á ótal tungumálum að þar eigi allir sér skjól, hvernig sem þér séu. En ekki var þeim þó hlýtt til Saxanna sem ætluðu að taka borgina einhvern tíma á sautjándu öld, og Svíanna, sem vildu þangað líka, og byggðu sér virki til að verjast. Virkið í Fredericia stendur enn í allri sinni dýrð, þótt bærinn hafi reyndar vaxið langt út fyrir virkisveggina.
Það sem heillar mig við Fredericia er hversu menning þar virðist standa með miklum blóma. Það fyrsta sem maður rekur augun í þegar komið er í miðbæinn, er stór bókabúð, með góðu úrvali af bókum, - og líka bókum á erlendum tungumálum. Þar er líka hægt að kaupa íslenskar bókmenntir þýddar á dönsku. Á ská handan götunnar er önnur ekki síður glæsileg bókabúð. Þær voru báðar fullar af fólki í gær. Í dag skoðaði ég hins vegar bókasafnið í Fredericia, og það kom borgarbarninu úr heimsborginni Reykjavík auðvitað á óvart að sjá að Fredereciubókasafnið er miklu stærra og flottara en söfnin heima. Barnadeildin er heil hæð, og þangað koma listamenn til að leika sér með krökkunum og skemmta þeim. Tónlistardeildin var rosalega flott, og ótrúlegt úrval af tónlist, sérstaklega í klassík, djassi, blús og etnískri tónlist. Ég sá ekki mikið af poppi, en fann loks í kvikmyndatónlistarrekkanum, gamla góða lagið úr dönsku myndinni Tango frá 1933 - En dag er ikke levet uden kærlighed. Boj ó boj, hvað ég hef leitað mikið að þessu lagi og í langan tíma. Á þessu safni í sveitaþorpi í Danmörku er meira úrval af blúsplötum óg klassík en í stærstu plötubúð montborgarinnar Reykjavík. Það var gaman að skoða þetta safn. Annars var nú erindi mitt þangað að hafa upp á upplýsingum um spinderiet sem Ólafur afi minn lærði iðn sína við á árunum fyrir 1930. Ég fann svosem ekkert merkilegt, en þykist vita hvaða spinnerí það var sem hann hlýtur að hafa lært við. Það var Bloch & Andresen Spinderiet sem var hér allt í öllu þá. Annars er líka erftirtektarvert í Fredercia hvað það eru margir skólar þar - alls konar sérskólar. Ég þarf að kanna betur með ferðir hans afa míns hér.
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Athugasemdir
Sammála þér Begga að Danmörki er dejlig.
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.