28.4.2007 | 03:52
Hópsálir og hugsjónir
Er þetta pólitíska fyrirkomulag okkar að vera með þessa hundleiðinlegu stjórnmálaflokka ekki löngu úrelt?
Er eitthvað spennandi í þessu? Eitthvað virkilega krassandi, sem talar til mín?
Jú, kannski sumt sums staðar, en ekkert nógu bitastætt til þess að mér finnist það þess virði að hengja mig í gálgann.
Semsagt: Nei
Flokkur með eina skoðun, allir saman nú, einn tveir þrír - hópsál - æ það er svo þreytt.
Svo hefur maður alltaf á tilfinningunni að þeir sem djöflast mest innan flokkanna séu fyrst og fremst að baða egóið, langi í völd, og að koma sjálfum sér áfram.
Og að því sögðu, af hverju er alltaf þessi rosalega skítalykt af öllu sem snertir Framsóknarflokkinn? Af hverju liggur hann alltaf undur grun um eitthvert óþolandi valdabrask? Og hvað með Pál Magnússon í Landsvirkjun? Það hljómar eins og hvert annað strákagrín. Er þessi maður einhver sérfræðingur í orku- og virkjanamálum? Varla, þótt hann kunni að hafa lesið sig til um eitthvað í einhverjum ráðuneytisskýrslum.
Og hvað er Árni Johnsen að gera í pólitík? Það er nú ekki einu sinni hægt að kalla það strákagrín - maður verður bara dapur við tilhugsunina um að hann komist í valdastöðu aftur.
Hvers vegna í ósköpunum er verið að gera kostnaðarsama samninga um varnir landsins á friðartímum? Væri ekki nær að gera samninga um varnir landsins á striðstímum?
Ég vil sjá þetta breytast - í grundvallaratriðum.
Ég er hundleið á þessu liði sem hefur engan eld í hjarta og hefur aldrei haft - eða hefur leyft honum að slokkna í baráttunni um völdin. Það eru engir ástríðupólitíkusar til lengur. Jú kannski, en þeir eru fáir, allt of fáir.
Ég vil fá að velja mér fólk sem ég treysti til að ráða ráðum mínum, ekki flokka.
Ég vil sjá ráðamenn sem ég veit að eru það af löngun sinni til umbóta, en ekki til að pota sjálfum sér áfram á nákvæmlega engum verðleikum. Skipta svo um flokka þegar þeir rekast á veggi. Zero Verðleikar, kosningaslagorðið í ár.
Hvar er fólkið sem talar á mannamáli og af einhverri sannfæringu um þau gildi sem sem mér finnst skipta máli?
Eða er ég einhvers konar eintrjáningur hér á þessu landi?
Ég styð að sjálfsögðu framfarir á öllum sviðum, en af hverju talar enginn um nægjusemi?
Mér finnst allsherjargræðgi á öllum sviðum samfélagsins stærra vandamál en flest annað. Græðgin birtist reyndar í öllum okkar stærstu vandamálum. Af hverju talar enginn um græðgina?
Hvaða endalausa bull er þetta um mjúkar eða harðar lendingar í efnahagskerfinu? Við hvaða fólk eru stjórnmálamenn að tala?
Af hverju tala svo fáir um umburðarlyndi, mannúð og kærleika? Eða er kannski til nóg af því til hér?
Er ég eina manneskjan sem finnst þetta pólitíska þras fyrir kosningar algjörlega óþolandi? Tek það fram að ég tel mig rammpólitíska, og legg mig fram um að hlusta á þetta fólk, þótt það sé mér nánast óbærilegt.
Ómar Ragnarsson talaði gegn norskum heræfingum á Íslandi í Kastljósi í kvöld, hann fær prik fyrir það, og hann hefur sýnt að hann hefur kjark til að standa með sjálfum sér og skoðunum sínum.
Katrín Fjeldsted hefur alltaf verið í mínum huga rödd mannúðar og skynsemi og hún hefur sannarlega eld í hjarta og þorir að standa og falla með hugsjónum sínum. Hún setur þær ofar eiginhagsmunum í flokknum sínum. Ég myndi kjósa hana til allra góðra verka.
Pétur Tyrfingsson talar fyrir umburðarlyndi og mannkærleik á blogginu sínu Hann er ekki ókunnugur pólitík, og ég myndi kjósa hann.
Edda Kjartansdóttir kennari og vinkona mín er líka efni í heimsins besta ráðamann, því hún er eldklár, skynsöm og er búin að komast að því hvað það er sem er mikilvægt í lífinu. Edda hefur verið í sveitarstjórnarpólitíkinni. Ég vil hana sem forsætisráðherra, - ef ekki bara drottningu Íslands. Ef menntað einveldi væri hér, væri Edda eina manneskjan sem ég gæti hugsað mér í djobbið.
Kolbrún Halldórsdóttir færi líka í liðið mitt, því hún er baráttukona og fylgin sér, á sér hugsjónir og hefur eld í hjarta.
Guðrún Pétursdóttir varð illu heilli ekki forseti. Bölvað vesen það. Úr því ég fékk ekki að kjósa hana á Bessastaði, myndi ég vilja hafa hana í mínu ráðaliði. Hún er skörungur með ráð undir rifi hverju.
Jú, svei mér þá, ég held að mér myndi takast að fylla stjórnrráð Íslands af góðu fólki ef ég hefði eitthvað um það að segja.
Mér er nákvæmlega sama hvort þetta fólk kallast hægri eitthvað eða vinstri eitthvað í dag, mér finnst þær skilgreiningar algjörlega steinrunnar og ekki í takt við tímann frekar en þjóðkirkjan.
Vel á minnst, - ég myndi setja Hörpu Njáls yfir þjóðkirkjuna. Þar hefur hún starfað, auk þess sem hún er baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra. Að sjálfsögðu yrði fátækt og örbirgð útrýmt í þessu landi með hana innanborðs.
Atkvæðið mitt er mér verðmætt. En enn nálgast kosningar og mér dettur hreinlega ekkert betra í hug en prívatatkvæðið mitt - þetta auða, ef ekkert breytist. Það er jú atkvæði líka.
Vildi nú samt óska þess að ég gæti nýtt það betur.
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.