Leita í fréttum mbl.is

Hópsálir og hugsjónir

Er ţetta pólitíska fyrirkomulag okkar ađ vera međ ţessa hundleiđinlegu stjórnmálaflokka ekki löngu úrelt? 

Er eitthvađ spennandi í ţessu?  Eitthvađ virkilega krassandi, sem talar til mín?

Jú, kannski sumt sums stađar, en ekkert nógu bitastćtt til ţess ađ mér finnist ţađ ţess virđi ađ hengja mig í gálgann.

Semsagt:  Nei

Flokkur međ eina skođun, allir saman nú, einn tveir ţrír - hópsál - ć ţađ er svo ţreytt.

Svo hefur mađur alltaf á tilfinningunni ađ ţeir sem djöflast mest innan flokkanna séu fyrst og fremst ađ bađa egóiđ, langi í völd, og ađ koma sjálfum sér áfram.

Og ađ ţví sögđu, af hverju er alltaf ţessi rosalega skítalykt af öllu sem snertir Framsóknarflokkinn? Af hverju liggur hann alltaf undur grun um eitthvert óţolandi valdabrask?  Og hvađ međ Pál Magnússon í Landsvirkjun?  Ţađ hljómar eins og hvert annađ strákagrín.  Er ţessi mađur einhver sérfrćđingur í orku- og virkjanamálum?  Varla, ţótt hann kunni ađ hafa lesiđ sig til um eitthvađ í einhverjum ráđuneytisskýrslum.

Og hvađ er Árni Johnsen ađ gera í pólitík?  Ţađ er nú ekki einu sinni hćgt ađ kalla ţađ strákagrín - mađur verđur bara dapur viđ tilhugsunina um ađ hann komist í valdastöđu aftur.

Hvers vegna í ósköpunum er veriđ ađ gera kostnađarsama samninga um varnir landsins á friđartímum?  Vćri ekki nćr ađ gera samninga um varnir landsins á striđstímum?   

Ég vil sjá ţetta breytast - í grundvallaratriđum.

Ég er hundleiđ á ţessu liđi sem hefur engan eld í hjarta og hefur aldrei haft - eđa hefur leyft honum ađ slokkna í baráttunni um völdin.  Ţađ eru engir ástríđupólitíkusar til lengur.  Jú kannski, en ţeir eru fáir, allt of fáir.

Ég vil fá ađ velja mér fólk sem ég treysti til ađ ráđa ráđum mínum, ekki flokka.

Ég vil sjá ráđamenn sem ég veit ađ eru ţađ af löngun sinni til umbóta, en ekki til ađ pota sjálfum sér áfram á nákvćmlega engum verđleikum. Skipta svo um flokka ţegar ţeir rekast á veggi.  Zero Verđleikar, kosningaslagorđiđ í ár.

Hvar er fólkiđ sem talar á mannamáli og af einhverri sannfćringu um ţau gildi sem sem mér finnst skipta máli?

Eđa er ég einhvers konar eintrjáningur hér á ţessu landi?

Ég styđ ađ sjálfsögđu framfarir á öllum sviđum, en af hverju talar enginn um nćgjusemi?

Mér finnst allsherjargrćđgi á öllum sviđum samfélagsins stćrra vandamál en flest annađ. Grćđgin birtist reyndar í öllum okkar stćrstu vandamálum.  Af hverju talar enginn um grćđgina?

Hvađa endalausa bull er ţetta um mjúkar eđa harđar lendingar í efnahagskerfinu? Viđ hvađa fólk eru stjórnmálamenn ađ tala?

Af hverju tala svo fáir um umburđarlyndi, mannúđ og kćrleika?  Eđa er kannski til nóg af ţví til hér?

Er ég eina manneskjan sem finnst ţetta pólitíska ţras fyrir kosningar algjörlega óţolandi? Tek ţađ fram ađ ég tel mig rammpólitíska, og legg mig fram um ađ hlusta á ţetta fólk, ţótt ţađ sé mér nánast óbćrilegt.

Ómar Ragnarsson talađi gegn norskum herćfingum á Íslandi í Kastljósi í kvöld, hann fćr prik fyrir ţađ, og hann hefur sýnt ađ hann hefur kjark til ađ standa međ sjálfum sér og skođunum sínum.

Katrín Fjeldsted hefur alltaf veriđ í mínum huga rödd mannúđar og skynsemi og hún hefur sannarlega eld í hjarta og ţorir ađ standa og falla međ hugsjónum sínum.  Hún setur ţćr ofar eiginhagsmunum í flokknum sínum. Ég myndi kjósa hana til allra góđra verka. 

Pétur Tyrfingsson talar fyrir umburđarlyndi og mannkćrleik á blogginu sínu  Hann er ekki ókunnugur pólitík, og ég myndi kjósa hann.

Edda Kjartansdóttir kennari og vinkona mín er líka efni í heimsins besta ráđamann, ţví hún er eldklár, skynsöm og er búin ađ komast ađ ţví hvađ ţađ er sem er mikilvćgt í lífinu.  Edda hefur veriđ í sveitarstjórnarpólitíkinni. Ég vil hana sem forsćtisráđherra, - ef ekki bara drottningu Íslands.  Ef menntađ einveldi vćri hér, vćri Edda eina manneskjan sem ég gćti hugsađ mér í djobbiđ.

Kolbrún Halldórsdóttir fćri líka í liđiđ mitt, ţví hún er baráttukona og fylgin sér, á sér hugsjónir og hefur eld í hjarta.

Guđrún Pétursdóttir varđ illu heilli ekki forseti. Bölvađ vesen ţađ.  Úr ţví ég fékk ekki ađ kjósa hana á Bessastađi, myndi ég vilja hafa hana í mínu ráđaliđi.  Hún er skörungur međ ráđ undir rifi hverju.

Jú, svei mér ţá, ég held ađ mér myndi takast ađ fylla stjórnrráđ Íslands af góđu fólki ef ég hefđi eitthvađ um ţađ ađ segja.

Mér er nákvćmlega sama hvort ţetta fólk kallast hćgri eitthvađ eđa vinstri eitthvađ í dag, mér finnst ţćr skilgreiningar algjörlega steinrunnar og ekki í takt viđ tímann frekar en ţjóđkirkjan.

Vel á minnst, - ég myndi setja Hörpu Njáls yfir ţjóđkirkjuna.  Ţar hefur hún starfađ, auk ţess sem hún er baráttukona fyrir réttindum samkynhneigđra.  Ađ sjálfsögđu yrđi fátćkt og örbirgđ útrýmt í ţessu landi međ hana innanborđs.

Atkvćđiđ mitt er mér verđmćtt.  En enn nálgast kosningar og mér dettur hreinlega ekkert betra í hug en prívatatkvćđiđ mitt - ţetta auđa, ef ekkert breytist.  Ţađ er jú atkvćđi líka.

Vildi nú samt óska ţess ađ ég gćti nýtt ţađ betur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 49736

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband