22.7.2007 | 19:43
Klukk
Maja klukkaði mig, - ég beið eftir þessu, búin að bíða lengi eftir tækifærinu til að flassa.
1. Ég á mér skrýtin áhugamál, eins og ættfræði, handavinnu og grúsk í þjóðleg fræði.
2. Mamma segir að ég sé skemmtilegasta, glaðværasta og fyndnasta dóttir hennar. Hún á fimm.
3. Ég er með ofnæmi og/eða óþol fyrir flestu hráu grænmeti. Get samt borðað rucola og spínat, en t.d. tómatar þurfa að vera soðnir í spað.
3. Ég á kjóla
4. Ég er femínisti og jafnréttissinni, en hef áhyggjur af ýmsu. Ég mun til dæmis alltaf berjast gegn sölu á kynlífi í hvaða mynd sem er, að ég tali ekki um mansali. Samt er ég fylgjandi því að fólk stundi kynlíf í hvaða mynd sem er, og elski hvert annað heitt og mikið og á þann hátt sem það langar til. Áhyggjur mínar í þessum efnum snúast um það að klámvæðingin geti orðið til þess að takmarka kynfrelsi fólks, ekki síst kvenna. Ég skilgreini klám sem sölu á kynlífi eða viðskiptakynlíf, en allt annað kynlíf sem frjálsar ástir, hvort sem það er "klámfengið", venjulegt eða einhvern veginn öðru vísi.
5. Ég elska fisk, ýsu, þorsk, steinbít, karfa, skelfisk, gellur, saltfisk, plokkfisk, kola, skötusel, og engan fisk meir en steikta fiskinn hjá pabba og mömmu.
6. Ég er sjúk í ilmvötn, sérstaklega ef það er smá patchouli kemur af þeim. Opium og Karma eru í uppáhaldi. Elska líka reykelsi og ilmkerti.
7. Ég er í ljóðanámi hjá Þórði Helgasyni, þar sem ég læri bæði að lesa ljóð og yrkja. Hef ofboðslega gaman af því.
8. Uppáhalds hljóðfærið mitt þessa stundina er trommusettið mitt, og uppáhalds tónlistarmaðurinn minn í agnablikinu er Ginger Baker. Ég sótti tíma hjá Ásgeiri Óskarssyni í fyrra og ætla aftur í vetur. Skipti oft um skoðun í tónlistinni. Hef gaman af svo mörgu, en dett inn í eitt og annað í lengri eða skemmri tíma. Stundum ljóðasöng, stundum píanóleik, stundum Led Zeppelin, stundum Verdi, stundum blús... bara eftir því hvernig ég er stemmd. Fíla Dolly Parton í tætlur, sérstaklega hinn kostulega og femíníska PMS Blues. Mig dreymir um að sjá og heyra Cream spila á ný á tónleikum.
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas
Athugasemdir
Þú ert skemmtilegust, glaðværust og fyndnust, ekki spurning! Nema þegar þú ert upptekin við að chatta á tölvunni, en þá er maður bara svo spældur að einhver annar fái alla skemmtilegu athyglina.
knús
Í
ímsí (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 03:34
og allan þennan fisk
Halldór Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 23:42
Fiskurinn og trommurnar fá mitt atkvæði. Svo og ljóðlistin þó ég sé kannski ekki að gera merkilega hluti þar sjálfur. Tromma sjálfur.
Ævar Rafn Kjartansson, 30.7.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.