Leita í fréttum mbl.is

Føroyar

Úlfhildur og Sámal að slá í ViðarlundinumEins og Ísland?  ... nee ekki alveg.  En fallegar eru þær, indælar grænar og fólkið vænt og gott.  Við erum búnar að upplifa öll íslensk sumarveður hér á þremur dögum, allt frá steikjandi hita og glampandi sól, til rigningarsudda og roks.  Þetta er frábært!  Ég er búin að hitta nokkra norddjobbara með Úlfhildi og snæða löns með þeim í Norðurlandahúsinum.  Í gær var køyridagur, og við skoðuðum Kirkjubæ, Vestmanna og fleira markvert hér á Straumey, skoðuðum meðal annars húsakynni í Kirkjubæ og Múrinn, sem nú er verið að gera við.  Suðurey og Klakksvík líka á planinu næstu daga.  Ójá, við erum á bíl, sem gerir okkur mögulegt að fara út um allar trissur, eins og hugurinn girnist. Hér er líka margt að sjá.

Færeyingar eiga stórkostlegt mál, afburða skemmtilegt, og götunöfin hér eru samfelld gleði.  Pedda við Stein, heitir ein þeirra, Undir berginum er önnur, Í fjósinu, Á heygnum.... og svo mætti áfram telja.  Óluvugøta er í uppáhaldi, en líka Amtmansbrekkan, sem er svo að segja eins og Amtmannsstígurinn okkar, og liggur á samsvarandi stað, ofan úr gamla bænum, og niðrí miðbæ. 

Kathrine, Úlfhildur og LindaÉg sá kunnuglegt andlit niðri við höfn á mikukvøld, það var Brynja, á leiðinni að taka niður flaggið í sendiráðinu.  Sátum og spjölluðum svolitla stund.  Erum næst á leið í SMS að heilsa upp á Gissur Patursson.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Elsku Begga,

veit að þú hefur það gott í Færeyjum, því ég þekki vel gestrisni og elskulegheit þessarar þjóðar.

Má til að benda þér á aldeilis frábæran veitingastað þarna í Torshavn. Hann heitir Gourmet og stendur sko undir nafni! Mæli með samsett 5 rétta máltíðinni þeirra með tilheyrandi úrvalsvínum, sem standa líka undir nafni!

Gourme er rétt við smábátahöfnina. á jarðhæð hússins er nokkuð subbulegur pöbb sem heitir Glitnir - og er ekki banki. En á annari hæð er þessi líka kræsilegi staður, Gourmet.

Hafðu það sem best í Færeyjum og bið að heilsa þeim sem ég þekki - sem eru bara þónokkur prósenta af íbúum.

Viðar Eggertsson, 10.8.2007 kl. 12:36

2 identicon

Eigið góða daga saman í Færeyjum

Jóhanan frænka (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bergþóra Jónsdóttir
Bergþóra Jónsdóttir

Spurt er:

Á að aðskilja ríki og kirkju?
Er flokkakerfið úrelt?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband