Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
26.1.2007 | 15:55
Ég elska...
Ég elska svona daga, gráskjöldótta, safaríka, heita, myrka og mystíska. Maður stígur í svörðinn, veit ekki hvort hann heldur eða maður sekkur niður í gráðug iður jarðarinnar, blaut og klístruð. Vatnssollinn svörður, þokumettaður himinn, beinaber tré. Allt getur gerst. Í svona degi býr sprengikrafturinn, sem getur leyszt úr læðingi algjörlega fyrirvaralaust.
Það er eitthvað á seiði.
Eitthvað magnað.
Eitthvað gott.
B
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 13:02
Eigi leið þú oss í freistni
Hins vegar settust að í mér einhver ónot yfir því sem þarna fór fram af hálfu fjölmiðilsins.
Hvaða rétt hefur fjömiðill eða hver sem er, ef út í það er farið, til að egna fólk til freistinga? Amma mín hefði sagt að það væri ljótur leikur og vísað í faðirvorið: Eigi leið þú oss í freistni..." Í sjálfu sér finnst mér það líka ákaflega vafasamur gjörningur, sem kveikir margar siðferðisspurningar. Hvar liggja mörk þess að tilgangurinn helgi meðalið? Og hver á að meta það hvar þau mörk liggja? Það bendir allt til þess að gerandinn í málinu sem um var rætt, sé mjög sjúkur, og ég hefði haldið það mál heilbrigðiskerfisins að tækla hans vanda, eftir að lögreglu hefði verið gert viðvart og meðferð dómskerfis. Líklega hafa þeir aðilar brugðist. Ég sé samt ekki alveg tilganginn með að bera þetta á torg, nema ætlunin sé að gefa fólki eitthvað að smjatta á. Með þessu er ég ekki að bera í bætifláka fyrir manninn, hans hryggilegu fíkn, eða gera lítið úr hörmum fórnarlamba hans. Mér finnst hins vegar ekki sjálfsagt að fjölmiðill taki sér vandmeðfarið vald til að gera sér mat úr ógæfu annarra.
Bergþóra Jónsdóttir
Ljósvaki, Morgunblaðinu, 25. janúar 2007
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2007 | 12:57
L - fyrir lúsera?
Æi, æi, æi
Á þetta framboð aldraðra og öryrkja ekki að vera alvöru? Og nú eru þau orðin tvö? Og hryggilegast er að bæði virðast þau ætla að spreða atvinnukverúlöntum og eilífðarframbjóðendum í öndvegi. Þetta líst mér EKKI á.
Plís, sjáið að ykkur!
Ef þetta framboð á að verða marktækt og raunverulegur valkostur fyrir brýn málefni, þá þarf eitthvað trúverðugra og betra en þetta.
B
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 23:51
L - fyrir lífið
Frábært!
Nú ætla ég bara að vona að undirbúningsnefndin sýni þá skynsemi að stilla EKKI upp í framboð fólki sem hefur verið á listum pólitísku flokkanna. Það yrði dauðadómur yfir þessu tiltæki. Svo geri ég að sjálfsögðu kröfu um að konur verði vel sýnilegar í á listum flokksins. Það vantar ferskt blóð og nýjar raddir til að tala máli þessara hópa. Það þarf að sýna fram á fjölbreytileika þeirra og styrk og margvíslegt gildi fyrir samfélagið. Krafan um mannsæmandi kjör og líf aldraðra og öryrkja verður á oddinum og tími kominn til.
Hér er loksins að verða til framboð sem í raun og sann hefur málefni að berjast fyrir, EKKI hagsmunapot einstaklinga. Svo má ekki vanmeta það að hér skapast líka verðugt tækifæri og góður valkostur fyrir alla þá sem eru búnir að fá sig fullsadda af íslenskri flokkapólitík sem er full af inngrónum meinum.
L - fyrir ellismelli!
L - fyrir lítilmagnann!
L - fyrir lífið!
Baráttukveðjur!
Bergþóra Jónsdóttir
Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 26.1.2007 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 13:23
Saddam og pabbi
Það verður fróðlegt að fylgjast því sem skrifað verður um Saddam Hussein næstu daga og vikur, og því sem spyrst út um líf hans. Hvers konar maður myrðir eigin þjóð? Það sem gerir þetta afar forvitnilegt í mínum huga er þetta:
- Hann elskaði dætur sínar
- Hann gaf smáfuglunum
- Hann hafði gaman af að lesa
Ef ég væri ekki að vitna í fréttir, þá hefði þessi upptalning alveg eins getað átt við pabba minn, - þetta er skuggalega líkt honum - alveg eins "so far"- og pabbi er hvorki harðstjóri né eitthvað þaðan af verra.
Kannski að þetta segi manni að engum sé alls varnað og að biskupinn hafi haft á réttu að standa þegar hann talaði um iðrunina. Einhvers staðar er sá strengur sem gerir okkur öll að manneskjum, og þótt iðrun þurrki ekki burt voðaverk og glæpi, þá er hún til marks um obbolítinn guð í sálinni, og eitt er víst að öll vorum við einu sinni litlu krúttin hennar mömmu sín...
...en einhvers staðar á leiðinni skildi á milli pabba og Saddams
Saddam gaf fuglunum og las í fangelsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 00:26
Kristileg samviska
Ofboðslega er ég ánægð með að biskupinn og fleiri kirkjunnar menn skuli segja skoðun sína á aftöku Saddams umbúðalaust. Heyrði í Þorbirni Hlyni í RÚV um daginn, og hann talaði jafn tæpitungulaust og séra Karl. Hefndir og hatur munu lifa góðu lífi meðan stjórnmálamenn og dómstólar í nafni heilu þjóðanna telja sig þess umkomna að taka mannslíf.
Eitthvað mjög pervert við fögnuð Bush og talið um að aftakan sé hornsteinn í þróun Íraks í átt til lýðræðis. Ætli Bush trúi því sjálfur að við trúum því að hann hafi trúað því að stríðið í Írak snúist um Saddam?
Biskup Íslands gagnrýnir aftöku Saddams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 00:02
Ég er mát
Súnní-klerkar segja Bandaríkin standa að baki aftöku Saddams Hussein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 23:53
Eigið þið ólífur?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2007 | 23:40
Smekklaus aðventa Alcan
Ég þarf að hafa mig alla við að missa mig ekki í meiri háttar pirring þegar "jólaauglýsing" Alcoa birtist á skjánum. Á þetta að vera eitthvert ímyndarpepp? Furðulegt háttarlag að nota aðventusálm í henni og keyra auglýsinguna svo af mestum þunga þegar aðventan er liðin. Hátíð fer að höndum ein... Smekkleysan er svo toppuð með því að leyfa ekki sálminum að lifa til enda heldur klippa aftan af honum síðasta vísuorðið, þannig að manni líður eins manni sé snúið við niður á leið þegar maður á einn metra eftir upp á Everest. Ef ég man rétt er sálmurinn svona:
Hátíð fer að höndum ein
hana vér allir prýðum.
Lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Þegar botninn vantar, vantar eitthvað mikið, ekki síður í lagið en ljóðið. Þetta er ótrúlega ljótt, og furðuleg smekkleysa hjá þeim sem búa auglýsinguna til. Það er ekkert hægt að líkja þessu við það þegar brot úr lögum eru notuð í auglýsingar, hér er greinilega gert út á lagið sjálft, kórinn, einsönginn og kórstjórann. Þetta er heldur ekkert venjulegt gling-gló, þetta er einn elsti og hátíðlegasti aðventusálmur okkar. Uppstrílað og samkvæmisklætt söngfólk stingur líka skelfilega í stúf við látleysi lagsins. Þessi vinnugalli hefði hentað fyrir óperettukvöld - ekki þetta lag. Þessi auglýsing fer á toppinn yfir þær tíu verstu á árinu, - með Orkuveituauglýsingunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2007 | 23:07
Gleðilegt ár
Kæru vinir nær og fjær, bestu óskir um gleðilegt ár, með hjartans þökk fyrir allt gamalt og gott.
Ég heyrði einhvern tala um það í gær að við værum að "skilja árið eftir" - svona eins og árið 2006 yrði alltaf þarna einhvers staðar, en að við færðum okkur yfir á nýtt ár. Ég hef gaman af tímapælingum, og fíla þessa hugsun vel. Alltént var árið 2006 sennilega það besta í mínu lífi; einstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt. Það sem stendur uppúr, er að hafa "eignast" Naxos. Þriggja mánaða vist í þeirri paradís var ævintýri sem seint verður toppað. Stefni að sjálfsögðu þangað aftur eins fljótt og hægt er. Það er líka frábært að sjá ungann sinn taka út þroska og öðlast sjálfstæði. Því fylgir ákveðin öryggistilfinning. Mínir nánustu voru líka að taka út "þroska" og breytingar á ýmsum sviðum - allt í góðum gír. Getur maður beðið um betri tíð og fleiri blóm í haga? Ja, maður gerir það nú sennilega, en í hugarfylgsnunum býr nú samt líka sú vissa að ekkert er gefið í þessu lífi, og skynsamlegra að stilla væntingum í hóf. Maður getur þó alltaf sett fókusinn á að skána eitthvað sjálf. Það eru nú svosem engar heitstrengingar - bara áætlun sem mér finnst að allir eigi að hafa í rassvasanum hversdags.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas