21.5.2008 | 19:26
Óviðfelldin málsvörn
Magnús Þór Hafsteinsson var í Íslandi í dag áðan, þar sem hann útskýrði hvers vegna hann er á móti því að bjóða 60 flóttamönnum til Akraness. Hann sagði meðal annars:
Evrópa og Írak eru ólíkir menningarheimar, það vita allir sem skoðað hafa söguna.
Írak er svo rosalega brotið land.
Þetta er fólk sem fór frá Palestínu 1948 og hefur búið í Írak síðan. Það er ekki hægt að kalla þetta Palestínumenn, þetta eru Írakar.
Auðvitað er miklu betra að hjálpa fólki í sínum heimkynnum.
Því segi ég og spyr:
Menningarheimar Bödda róna og Björgólfs Thors eru ólíkir, þeir búa sáttir í sama landi - eru flóttamennirnir ekki annars að koma frá sama menningarheimi og okkar bráðskemmtilega forsetafrú?
Ætti fólk frá "brotnu landi" ekki að vera sérlega velkomið, og hafa sérstakan forgang í landvist?
Hvert eiga Palestínumenn sem verða landflótta í Írak að fara?
Hvernig er hægt að hjálpa fólki í "sínum heimkynnum" ef það er landlaust flóttafólk?
Óttalegt bull er þetta í stjórnmálamanninum er það að þetta sé ekki nægilega undirbúið. Rauði krossinn á Íslandi er þekktur að því að undirbúa komu flóttamanna sérstaklega vel.
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
ulfhildur
-
hallsson
-
blues
-
systapista
-
birtab
-
vitinn
-
hoskuldur
-
konur
-
arnim
-
ragnhildur
-
eggmann
-
kjarvald
-
hrafnaspark
-
torfusamtokin
-
theld
-
konukind
-
jullibrjans
-
hugsadu
-
bleikaeldingin
-
einherji
-
jenni-1001
-
annapala
-
vglilja
-
halla-ksi
-
volcanogirl
-
kristinast
-
daath
-
mariakr
-
soley
-
arnigunn
-
aevark
-
ragnarfreyr
-
ktomm
-
hlynurh
-
sinfonian
-
elvabjork
-
raggissimo
-
nonniblogg
-
vitale
-
malacai
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
hannibalskvida
-
steinibriem
-
jea
-
vardi
-
hildurhelgas
Athugasemdir
Má ekki með sömu rökum segja að Suður-Ameríka og Ísland séu ólíkir menningarheimar. Samt hefur Magnús ekkert á móti því að hingað komi flóttamenn frá Kólumbíu.
Og enn staglast Magnús á því að betra sé að hjálpa fólkinu í sínum heimkynnum. Það eru einmitt aðstæður í "heimkynnum" flóttafólksins sem gera það að verkum að ekki er talið fýsilegt að hjálpa því þar.
Ég vona það heitt og innilega að dagar Magnúsar í pólitík séu taldir.
Neddi, 21.5.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.