Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 10:15
Það á að láta þetta fólk í friði!
Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2008 | 11:16
Hvar eru Maha og Renda?
Hér er pistill sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir fjórum árum. Mér finnst hann viðeigandi hér þótt Sharon og Arafat séu báðir farinir.
Í sjónvarpinu sé ég hús sem búið er að jafna við jörðu og konu sem fórnar höndum í rústunum og kallar á heiminn sér til bjargar. Er þetta Maha? Er hún orðin svona núna?
Árin líða, og langt síðan ég týndi vinkonum mínum út í heiminn. Það líður þó varla sá dagur að mér verði ekki hugsað um það hvað þær Maha Abu-Ayyash og Renda Abu-Rayyan hafast að núna. Ég hef ítrekað reynt að hafa uppi á þeim, en án árangurs. Ég heyri af voðaverkum Palestínumanna í Ísrael og voðaverkum Ísraelsmanna í Palestínu og hugsa stöðugt um það hvert þeirra hlutskipti sé í þessum hörmungum.
Í sjónvarpinu sé ég hús sem búið er að jafna við jörðu og konu sem fórnar höndum í rústunum og kallar á heiminn sér til bjargar. Er þetta Maha? Er hún orðin svona núna? Ég les um konu sem gekk með sprengju innanklæða og tortímdi sjálfri sér og öðru blásaklausu fólki í þessari vonlausu baráttu. Var þetta Renda? Myndi hún geta gripið til slíkra voðaverka? Ég heyri af konu í barnsnauð sem situr undir kúlnahríð í bíl sínum meðan maður hennar er drepinn og tengdafaðir særður til ólífis. Var þetta kannski Maha? ...eða Renda?
Dag frá degi vaxa áhyggjur mínar af mínum gömlu skólasystrum sem ég svo ólánlega missti samband við. Það er kannski ekki að undra eins og ástandið er. Ég spyr mig hvort mér væri sama um þetta ástand ef ég þekkti ekki fólk af holdi og blóði sem hrærist í því. Varla; en sennilega tek ég það nær mér en ella væri fyrir þessa gömlu vináttu. En nú finnst mér komið nóg. Palestínumenn kalla nánast daglega á alþjóðasamfélagið og sárbæna það um aðstoð við að koma á friði. Ekkert gerist. Enn einn sendiboðinn frá Bush er sendur á svæðið, og Sharon lýsir yfir vilja til að ræða frið. Krafan um að Arafat aðhafist eitthvað hljómar ótrúlega ótrúverðug á meðan honum er haldið föngnum á afmörkuðum skika í Ramallah, sem í dag er að verða að rústum einum. Og enn sit ég hér og spyr, hvar eru Maha og Renda?
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
Viðhorf, birt í Morgunblaðinu 13. mars, 2002.
Lýsa stuðningi við Magnús Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 17:06
Ömmu með!
.... og hvað svo? Þriggja mánaða pása og svo aftur út á götu?
Svona kútar eiga að fá bílprófið þrítugir, og ættu ekki að fá að keyra öðru vísi en að vera með ömmu sína í bílnum.
Tekinn á 140 í Svínahrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2008 | 19:43
Frítt fæði!
Ég hugga mig við það, að þessi fangi, skuli nú vera kominn í frítt fæði hjá þjóðinni sinni næstu fimm mánuði. Persónulega sé ég ekki eftir matnum oní hann, þvert á móti gleðst ég inn að hjartarótum yfir hverri krónu sem skattmann dregur af mér og fer í það að fæða kauða. Svo vona ég að það verði með fleiri eins og mig, að sú staðreynd, að hann sé á fæði hjá þjóðinni í fimm mánuði, dragi smá úr samviskubitinu yfir því að hafa búið til svo ömurlegt samfélag, að fólk þurfi að stela sér til matar.
Það hefðu nú kannski verið gustuk hjá héraðsdómi, og lausn á vanda mannsins að ráða hann sem matráð í eldhúsi héraðsdóms.
Stal súpu og fer í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 19:26
Óviðfelldin málsvörn
Magnús Þór Hafsteinsson var í Íslandi í dag áðan, þar sem hann útskýrði hvers vegna hann er á móti því að bjóða 60 flóttamönnum til Akraness. Hann sagði meðal annars:
Evrópa og Írak eru ólíkir menningarheimar, það vita allir sem skoðað hafa söguna.
Írak er svo rosalega brotið land.
Þetta er fólk sem fór frá Palestínu 1948 og hefur búið í Írak síðan. Það er ekki hægt að kalla þetta Palestínumenn, þetta eru Írakar.
Auðvitað er miklu betra að hjálpa fólki í sínum heimkynnum.
Því segi ég og spyr:
Menningarheimar Bödda róna og Björgólfs Thors eru ólíkir, þeir búa sáttir í sama landi - eru flóttamennirnir ekki annars að koma frá sama menningarheimi og okkar bráðskemmtilega forsetafrú?
Ætti fólk frá "brotnu landi" ekki að vera sérlega velkomið, og hafa sérstakan forgang í landvist?
Hvert eiga Palestínumenn sem verða landflótta í Írak að fara?
Hvernig er hægt að hjálpa fólki í "sínum heimkynnum" ef það er landlaust flóttafólk?
Óttalegt bull er þetta í stjórnmálamanninum er það að þetta sé ekki nægilega undirbúið. Rauði krossinn á Íslandi er þekktur að því að undirbúa komu flóttamanna sérstaklega vel.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas