Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
26.4.2010 | 08:33
Hugarfarsbúrkur!
Þegar umræðan snýst um það hvað konum eigi að líðast og hvað ekki er mér nóg boðið. Hvernig væri að snúa umræðunni upp í það að konum og reyndar öllu fólki sé frjálst að klæða sig eins og því sýnist og á þann hátt sem það sjálft kýs, án tillits til trúarbragða, stöðu, menningar, samfélags og annarra þátta sem streitast við að sníða fólk í sín einsleitu form og staðalímyndir.
Undirtónninn í Frakklandi er auðvitað sá að blæjubannið snýst um ótta vestrlænu samfélaganna við islam. Dettur kristnu fólki í hug að banna nunnum að ganga með sínar slæður eða höfuðbúnað? Höfum við ekki öll þann þroska að umbera það að nunnur gangi með fáránlegan höfuðbúnað ef þær kjósa svo?
Grunngildin eiga ekki að felast í því að banna konum að klæða sig á þann hátt sem þær kjósa, þau eiga að snúast um að frelsi þeirra til að vera eins og þeim sýnist sé tryggt. Það er það eina sem skiptir máli.
Auðvitað þýðir það það, að engin kona á að þurfa að ganga í búrku gegn vilja sínum, og auðvitað vitum við að stór hluti kvenna gengur í slíkum klæðnaði vegna samfélagslegs og trúarlegs þrýstings. Það er það sem þarf að uppræta. Sorglegast er að þrýstingurinn og kúgunin eru sterkust í afdönkuðum karlasamfélögum þar sem konur hafa minnst um frelsi sitt að segja. Þar er verk að vinna við að rétta hlut kvenna og það er brýnt og mikilvægt verkefni. Á nákvæmlega sama hátt eiga konur rétt á því að flíka kvenleika sínum ef þeim sýnist og langar til, án þess að vera dæmdar fyrir léttúð og lauslæti. Franskar konur hafa hingað til kunnað vel að meta þann rétt sinn. Það er óþolandi þegar kvenlíkaminn er stöðugt gerður að skotspóni hugmynda um hreinleika eða glyðruhátt og konur dæmdar og fordæmdar fyrir útlit sitt - í hvora áttina sem það er! Þetta er einfaldlega í þeirra eigin höndum, hafi hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt konnunnar yfir eigin líkama og þar með útliti yfir höfuð eitthvert gildi.
Þessa fáránlegu umræðu þarf að rífa upp úr því fari að snúast um það hvað konur mega og mega ekki, og beina henni inn á þá braut að konur eigi að vera frjálsar að því að vera eins og þeim sýnist, burt séð frá ÖLLU öðru. Við þurfum að vinna saman að því að sá réttur sé þeim tryggður svo að umburðarlyndi og náungakærleikur fái þrifist á ný.
Ver bann við blæjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2010 | 11:02
Múmínmamma ögrar stórveldi
Múmínálfarnir vekja áhyggjur í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2010 | 10:57
Brauðbakstur
Eftirfarandi skrifaði ég um daginn á Facebook:
"Bergþóra Jónsdótt hugsar um allt góða íslenska byggið og hveitið frá Þorvaldseyri sem hefur farið í brauðbakstur á heimilinu síðustu misserin og vonar að undir jöklinum þrífist áfram bleikir akrar og slegin tún, þrátt fyrir hamfarirnar núna."
Manni þótti það ótrúlegt þegar hægt var að kaupa í fyrsta sinn alíslenskt kornmeti til brauðgerðar. Svo kom það ánægjulega í ljós, að þetta var gæðavara sem gerði allt brauð miklu betra. Það yrði synd ef kornræktin leggðist af, og ég vona að til þess komi ekki. Brauð með venjulegu útlendu verksmiðjuhveiti er ekki það sama og brauð sem bætt er með þessu bragðmikla og kjarngóða íslenska korni. Ég óska bændum eystra alls hins besta og vona að þetta fari allt vel.
Gerir hlé á ræktun og búskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 10:59
Spurning
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas