7.9.2007 | 01:30
snilld!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.8.2007 | 12:18
Føroyar
Eins og Ísland? ... nee ekki alveg. En fallegar eru þær, indælar grænar og fólkið vænt og gott. Við erum búnar að upplifa öll íslensk sumarveður hér á þremur dögum, allt frá steikjandi hita og glampandi sól, til rigningarsudda og roks. Þetta er frábært! Ég er búin að hitta nokkra norddjobbara með Úlfhildi og snæða löns með þeim í Norðurlandahúsinum. Í gær var køyridagur, og við skoðuðum Kirkjubæ, Vestmanna og fleira markvert hér á Straumey, skoðuðum meðal annars húsakynni í Kirkjubæ og Múrinn, sem nú er verið að gera við. Suðurey og Klakksvík líka á planinu næstu daga. Ójá, við erum á bíl, sem gerir okkur mögulegt að fara út um allar trissur, eins og hugurinn girnist. Hér er líka margt að sjá.
Færeyingar eiga stórkostlegt mál, afburða skemmtilegt, og götunöfin hér eru samfelld gleði. Pedda við Stein, heitir ein þeirra, Undir berginum er önnur, Í fjósinu, Á heygnum.... og svo mætti áfram telja. Óluvugøta er í uppáhaldi, en líka Amtmansbrekkan, sem er svo að segja eins og Amtmannsstígurinn okkar, og liggur á samsvarandi stað, ofan úr gamla bænum, og niðrí miðbæ.
Ég sá kunnuglegt andlit niðri við höfn á mikukvøld, það var Brynja, á leiðinni að taka niður flaggið í sendiráðinu. Sátum og spjölluðum svolitla stund. Erum næst á leið í SMS að heilsa upp á Gissur Patursson.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 19:46
All you need is love...
...sagði John Lennon, og sagði satt. Verst að íslenska þjóðkirkjan skuli ekki vera búin að átta sig á þessu. Ég man reyndar ekki betur en að Páll postuli hafi haft orð á því sama í sínu fræga sendibréfi til Kórintumanna þegar hann úttalaði sig um trú von og kærleika, og sagði: "... og af þeim er kærleikurinn æðstur".
Sænska kirkjan þáttakandi í Gay Pride í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2007 | 19:43
Klukk
Maja klukkaði mig, - ég beið eftir þessu, búin að bíða lengi eftir tækifærinu til að flassa.
1. Ég á mér skrýtin áhugamál, eins og ættfræði, handavinnu og grúsk í þjóðleg fræði.
2. Mamma segir að ég sé skemmtilegasta, glaðværasta og fyndnasta dóttir hennar. Hún á fimm.
3. Ég er með ofnæmi og/eða óþol fyrir flestu hráu grænmeti. Get samt borðað rucola og spínat, en t.d. tómatar þurfa að vera soðnir í spað.
3. Ég á kjóla
4. Ég er femínisti og jafnréttissinni, en hef áhyggjur af ýmsu. Ég mun til dæmis alltaf berjast gegn sölu á kynlífi í hvaða mynd sem er, að ég tali ekki um mansali. Samt er ég fylgjandi því að fólk stundi kynlíf í hvaða mynd sem er, og elski hvert annað heitt og mikið og á þann hátt sem það langar til. Áhyggjur mínar í þessum efnum snúast um það að klámvæðingin geti orðið til þess að takmarka kynfrelsi fólks, ekki síst kvenna. Ég skilgreini klám sem sölu á kynlífi eða viðskiptakynlíf, en allt annað kynlíf sem frjálsar ástir, hvort sem það er "klámfengið", venjulegt eða einhvern veginn öðru vísi.
5. Ég elska fisk, ýsu, þorsk, steinbít, karfa, skelfisk, gellur, saltfisk, plokkfisk, kola, skötusel, og engan fisk meir en steikta fiskinn hjá pabba og mömmu.
6. Ég er sjúk í ilmvötn, sérstaklega ef það er smá patchouli kemur af þeim. Opium og Karma eru í uppáhaldi. Elska líka reykelsi og ilmkerti.
7. Ég er í ljóðanámi hjá Þórði Helgasyni, þar sem ég læri bæði að lesa ljóð og yrkja. Hef ofboðslega gaman af því.
8. Uppáhalds hljóðfærið mitt þessa stundina er trommusettið mitt, og uppáhalds tónlistarmaðurinn minn í agnablikinu er Ginger Baker. Ég sótti tíma hjá Ásgeiri Óskarssyni í fyrra og ætla aftur í vetur. Skipti oft um skoðun í tónlistinni. Hef gaman af svo mörgu, en dett inn í eitt og annað í lengri eða skemmri tíma. Stundum ljóðasöng, stundum píanóleik, stundum Led Zeppelin, stundum Verdi, stundum blús... bara eftir því hvernig ég er stemmd. Fíla Dolly Parton í tætlur, sérstaklega hinn kostulega og femíníska PMS Blues. Mig dreymir um að sjá og heyra Cream spila á ný á tónleikum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 17:42
Stóra púðamálið
Listvinir leynast víða, og eins og landsmenn vita eru þjófar sérlega hændir að góðri myndlist, öldnum fiðlum - og ljóðum. Ja, nema þetta sé einskær græðgi. Púðarnir hljóta þá að rata á svartamarkaðinn innan skamms. Maður hefur kannski augun hjá sér í Kolaportinu á næstunni.
Ég vona að við fáum svo nákvæmar fréttir af gangi lögreglurannsóknarinnar - hafi málið verið kært.
Listaverki stolið úr Edinborgarhúsinu á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 21:57
Enn af hvítu eyjunni í bláa sjónum
Ég fékk dásamlega upphringingu 17. júní frá Mikhalis á Scirocco á Naxos, en hann rekur þann veitingastað með fjölskyldu sinni. Hann var þá með 24 Íslendinga í mat. Ég hefði gefið mikið fyrir að vera þar og fylgjast með.
Hér erum við Sigga með fólkinu á Scirocco. Frá vinstri: Stratos, Mikhalis, Sigga, Nikos, Ervis, Katerina, Robert og Beggaki. Hassan var upptekinn í eldhúsinu og Aþina var fjarri góðu gamni.
Hér koma þættirnir - þeir lafa ekki inni lengur en í hálfan mánuð eftir frumflutning:
fjórði þáttur - 23. júní:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?date-from=2007-06-23
þriðji þáttur - 16. júní:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?date-from=2007-06-16
annar þáttur - 9. júní:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4349979
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2007 | 17:16
Hávær þögn!
"Hún er ótrúlega markheppin, stelpan" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2007 | 13:02
Um stjörnur, páska og göngutúr á ströndinni
Annar þátturinn minn: Á hvítri eyju í bláum sjó er hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4349979
.....býð ykkur með í ferð til Naxos
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2007 | 14:01
Á hvítri eyju í bláum sjó
Það er verið að senda út Grikklandsþættina mína á Rás eitt þessar vikurnar. Sá fyrsti var í gær. Þetta eru sex þættir um mannlífið á grísku eynni Naxos, en þar var ég í þrjá mánuði í fyrra.
Ef einhver vill hlusta, þá er þátturinn hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4349978
Í þættinum í dag segir Bergþóra frá hugarangri og heilabrotum sem á endanum leiddu hana til grísku eyjarinnar Naxos í Eyjahafi. Hún segir frá glímu í grænum sófa við snjáðan atlas, og Atlasana tvo, þann gríska, sem Seifur dæmdi til að bera heiminn á herðum sér og þann lýbíska, sem fyrstur manna teiknaði kort af stjörnuhimininum. Við sláumst með í för úr græna sófanum, gegnum undrafagurt sólsetur á siglingu milli sögufrægra eyja, og tökum loks land á Naxos, þar sem ævintýrin bíða, og gestgjafinn Dimitri skenkir vín og appelsínur og segir: Nó vorrís, evríþing fæn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2007 | 00:58
Susanne bader sig
Sú sem stal baðkarinu heitir Súsanna og býr í Danmörku.
.... vona að það sé greitt vel fyrir svona góða og trausta vísbendingu.
Gullbaðkar hvarf sporlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 13:15
Upplýsingum "komið á framfæri"
Eins og það hefði verið eitthvert mál fyrir hana að vera einstæð móðir með hálffullorðinn krakka. Þessum upplýsingum er greinilega verið að planta á "réttan stað" í tilefni af kosningabaráttu hennar.
Ekki það ég að hafi eitthvert sérstakt dálæti á henni sem stjórnmálamanni..... verð bara að verja hana sem hugsanlega fyrrverandi tilvonandi einstæða móður.
Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 00:42
Kleyfhuga og óákveðin
Ég var að taka heilahvelsprófið. Aldrei get ég verið eins og venjulegt fólk.
That means you are able to draw on the strengths of both the right and left hemispheres of your brain, depending upon a given situation.
When you need to explain a complicated process to someone, or plan a detailed vacation, the left hemisphere of your brain, which is responsible for your ability to solve problems logically, might kick in. But if you were critiquing an art opening or coming up with an original way to file papers, the right side of your brain, which is responsible for noticing subtle details in things, might take over.
While many people have clearly dominant left- or right-brained tendencies, you are able to draw on skills from both hemispheres of your brain. This rare combination makes you a very creative and flexible thinker.
The down side to being balanced-brained is that you may sometimes feel paralyzed by indecision when the two hemispheres of your brain are competing to solve a problem in their own unique ways.
http://web.tickle.com/tests/brain/index_main.jsp
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2007 | 09:17
Forvitin...
Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2007 | 23:12
Sveiattan
Einkennileg tilhneiging Bandaríkjamanna að bjóða við öfgafullum bókstafstrúarmönnum í öðrum heimshlutum, en dýrka þá í eigin landi.
Hvernig fá menn eins og Jerry Falwell yfir höfuð hljómgrunn með skoðanir sínar? Það er fólk eins og hann sem gerir venjulegt og annars velviljað fólk afhuga kærleiksboðskapnum, þegar það hlustar á "boðskap" gegnsýrðan af mannhatri og fyrirlitningu á öllu öðru fólki en því sem er nákvæmlega eins og hann.
Ég sendi hann bara með mitt einlægasta sveiattan inn í eilífðina.
Jerry Falwell látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2007 | 23:47
Stórsigur kvenna í varamannakosningu
Ég ætla að leyfa mér að birta hér bloggfærslu frá Hlyni Þór Magnússyni. Hún segir allt um niðurstöður þessara kosninga:
13.5.2007
Stórsigur kvenna í kosningu varamanna í NV-kjördæmi
Konur geta afar vel við sinn hlut unað í Norðvesturkjördæmi að þessu sinni. Hjá öllum flokkum er fyrsti varamaðurinn kona. Auk þess var að sjálfsögðu kona í efsta sætinu hjá eina framboðinu sem ekki náði fulltrúa á þing.
Myndirnar sýna annars vegar hið geysiöfluga karlalið NV-kjördæmis á næsta keppnistímabili og hins vegar varamannabekkinn sem annast klappstjórn og kaffisölu í hálfleik.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 02:45
Dásamlegi Dudley
Beethoven, Schubert, Britten - og Dudley Moore.
SNILLD!
..... og hér er hann með Ódyssefi, Armand Assante, í myndinni Unfaithfully Yours að spila Czardas
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 22:45
Samsæri!
Það tókst ekki betur til en svo, að þegar ég var að vista síðustu færslu, kom upp eftirfarandi athugasemd:
Ekki tókst að afkóða beiðni. Vinsamlegast hafið samband við blog@mbl.is og greinið nánar frá aðstæðum.
Hvað er í gangi? Afkóða hvað? Hvað vill einhver vita um aðstæður mínar?
Hefur einhver eitthvað að athuga við það að ég skipti um skoðanir?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2007 | 22:42
Skoðanir á lausu
Ég er tvístígandi. Ég er að hugsa um að skipta um skoðanir. Eins margar og ég get komið við að láta frá mér. Þannig að mínar eru á lausu fyrir þá sem vilja.
Spyrjiði bara, kannski getum við býttað.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 20:49
Fyrirgefðu Freddy!
Í spilaranum hér til hægri er stórkostlegur bæheimskur polki með Weird Al Yankowitz.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Mars 2006
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- ulfhildur
- hallsson
- blues
- systapista
- birtab
- vitinn
- hoskuldur
- konur
- arnim
- ragnhildur
- eggmann
- kjarvald
- hrafnaspark
- torfusamtokin
- theld
- konukind
- jullibrjans
- hugsadu
- bleikaeldingin
- einherji
- jenni-1001
- annapala
- vglilja
- halla-ksi
- volcanogirl
- kristinast
- daath
- mariakr
- soley
- arnigunn
- aevark
- ragnarfreyr
- ktomm
- hlynurh
- sinfonian
- elvabjork
- raggissimo
- nonniblogg
- vitale
- malacai
- ingolfurasgeirjohannesson
- hannibalskvida
- steinibriem
- jea
- vardi
- hildurhelgas